Viðskipti innlent

66°Norður vann virt hönnunarverðlaun

Öll stærstu útivistarmerki heims tóku þátt í keppninni og sló hönnun 66°Norður þeim öllum við. Ispo Outdoor Awards verðlaunin voru afhent í gær og tóku Jan Davidsson yfirhönnuður og Sigurjón Sighvatsson eigandi 66°Norður á móti verðlaununum.
Öll stærstu útivistarmerki heims tóku þátt í keppninni og sló hönnun 66°Norður þeim öllum við. Ispo Outdoor Awards verðlaunin voru afhent í gær og tóku Jan Davidsson yfirhönnuður og Sigurjón Sighvatsson eigandi 66°Norður á móti verðlaununum.

66°Norður vann í gær Ispo Outdoor Award verðlaunin sem eru ein stærstu hönnunarverðlaun Evrópu á sviði útivistar.

Í tilkynningu segir að verðlaunin voru afhent á Ispo vörusýningunni í München í Þýskalandi sem er ein stærsta alþjóðlega vörusýningin á útivistar og íþróttavörum sem haldin er. Öll stærstu útivistarmerki heims tóku þátt í keppninni og sýndar voru þær vörur sem þykja skara framúr hvað varðar nýbreytni í hönnun í útivistargeiranum.

Keppt var í þremur flokkum og varð Snæfell jakkinn frá 66°Norður hlutskarpastur í flokki fatnaðar (e. Softgoods). Þetta er sannarlega mjög góður árangur hjá 66°Norður en fyrirtækið fagnar einmitt 85 ára afmæli sínu á þessu ári.

Jan Davidsson yfirhönnuður 66°Norður og Sigurjón Sighvatsson, eigandi fyrirtækisins, tóku á móti verðlaununum í München í gær. Aðspurður sagðist Jan hvort tveggja vera hrærður og ánægður með þennan heiður.

Í umsögn dómnefndar um Snæfell jakkann kemur fram að hann sé léttur og henti fyrir þá allra kröfuhörðustu hvað varðar snið og virkni. Greinilegt sé að í hvívetna hafi verið hugað að hámarks hreyfigetu og nýtingu við hönnun jakkans.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×