Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforði Seðlabankans orðinn 719 milljarðar

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur nú rúmum 719 milljörðum kr. og hefur aldrei verið meiri í sögunni. Samkvæmt efnahagsreikningi bankans bættust 54 milljarðar við forðann í janúar s.l.

Meginskýringin á þessari 54 milljarða kr. viðbót í janúar er greiðsla fyrir FIH-bankann í Danmörku en auk þess koma til Avens-samningar og gjaldeyrissamningar við innlenda banka.

Meðal þess sem sjá má í reikningnum er að gullforði bankans er kominn undir 10 milljarða kr. og nemur nú tæpum 9,8 milljörðum kr. þetta skýrist af verðþróun á gulli á heimsmarkaði.

Af öðrum stórum hreyfingum í efnahagsreikningum má nefna að verðbréf Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ ehf.) hafa lækkað um tæpa 39 milljarða kr. Verðbréf ESÍ námu rúmkum 391 milljarði kr. í árslok 2010 en voru rúmlega 352 milljarðr kr. um síðustu mánaðarmót.

Heildareignir bankans utan ESÍ ehf. jukust hinsvegar um rúma 40 milljarða kr., voru 936 milljarðar kr. í árslok í fyrra en höfðu hækkuð í tæpa 977 milljarða kr. um síðustu mánaðarmót.

Samkvæmt efnahagsreikningnum er áætluð afkoma Seðlabankans á síðasta ári neikvæð um rúmlega 1,4 milljarða kr. fyrir framlag til ríkissjóðs.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×