Viðskipti innlent

Miðengi eignast meirihluta í Ingvari Helgasyni

Miðengi hefur eignast meirihluta í eignarhaldsfélaginu sem fer með allt hlutafé í Ingvari Helgasyni og Bifreiðum og landbúnaðarvélum
Miðengi hefur eignast meirihluta í eignarhaldsfélaginu sem fer með allt hlutafé í Ingvari Helgasyni og Bifreiðum og landbúnaðarvélum
Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, hefur eignast 62,9% í eignarhaldsfélaginu BLIH ehf. sem fer með allt hlutafé í Ingvari Helgasyni ehf. og Bifreiðum og landbúnaðarvélum ehf.

Aðrir hluthafar eru SP-Fjármögnun hf. með 18,6% eignarhlut og Lýsing hf. með 18,5% eignarhlut. Breytingin á eignarhaldi kemur til í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar en sú vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Nú starfa um 125 manns hjá félögunum tveimur.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær eignarhluturinn verður settur í söluferli.

Félögin tvö eru með mörg af þekktustu bílaumboðunum hér á landi; BMW, Hyundai, Isuzu, Land Rover, Nissan, Opel, Renault og Subaru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×