Viðskipti innlent

Forstjórar segja upp störfum hjá Icelandic Group

Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group.
Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group.

Forstjóri og aðstoðarforstjóri Icelandi Group hafa sagt upp störfum vegna ákvörðunar Framtakssjóðs Íslands um að slíta viðræðum við Tríton. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Finnboga Baldvinssyni, forstjóra IG og Ingvari Eyfirði, aðstoðarforstjóra IG.

Í tilkynningunni segja forstjórarnir að þeir geti ekki stutt það að búta félagið niður, eins og það er orðað í tilkynningunni. Þeir hafi viljað fá sterkan fjárfesti í hópinn sem hefði getað lokið endurskipulagningu félagsins, hvort sem það hafi verið Tríton eða annar.

Þeir taka sérstaklega fram að þeir hafi engin tengsl við Tríton og bæta við: „Við vorum raunar ósammála þeim farvegi sem þær viðræður fóru í, þar sem til stóð að selja starfsemi Icelandic erlendis til Tríton."

Í lok tilkynningarinnar segja þeir: „Það er ábyrgðarhluti að halda utan um peninga vinnandi fólks. Rekstur fyrirtækis eins og Icelandic er og verður áhætturekstur og rangar ákvarðanir geta verið afdrífaríkar. Icelandic stendur frammi fyrir mörgum áskorunum. Eigendur og stjórnendur þurfa að vera samstíga á þeirri leið."

Tilkynninguna má lesa í heild sinni í fylgiskjali hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×