Handbolti

HM-laginu er ekki misþyrmt í Brasilíu

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Þessar stelpur sjá um að dansa og halda uppi stemningu í Santos.fréttablaðið/pjetur
Þessar stelpur sjá um að dansa og halda uppi stemningu í Santos.fréttablaðið/pjetur
Það er venjan á stórmótum í handbolta að mótshaldarar eru mjög hrifnir af því að spila hið opinbera mótslag við hvert einasta tækifæri.

Blaða- og fréttamenn hér í Santos eru sérlega ánægðir með framtaksleysi Brasilíumanna á þessu sviði. Mótslagið hefur varla heyrst fram til þessa.

Það er ekki ólíklegt að DJ Ötzi útgáfan af Sweet Caroline ómi enn í höfðinu á handboltaunnendum eftir EM í Austurríki 2010.

Kúabjöllusöngur norsku stuðningsmannasveitarinnar er það sem heyrist oftast í Arena Santos. Og eru skiptar skoðanir um þann hávaða




Fleiri fréttir

Sjá meira


×