Viðskipti innlent

Fasteignaveltan jókst um 100% milli ára í nóvember

Gífurleg aukning varð á fjölda kaupsamninga um fasteignir og veltu á fasteignamarkaðinum í nóvember s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. Aukningin í fjölda samninga nemur 69% og veltan jókst um tæp 100%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember s.l. hafi verið 475. Heildarvelta nam 14,6 milljörðum króna. Til samanburðar var fjöldi samninga í nóvember í fyrra 281 og veltan nam 7,4 milljörðum króna.

Þá segir að milli október og nóvember í ár hafi fjöldi samninga aukist um 21% og veltan aukist um 30%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×