Handbolti

Ólafur: Þetta lítur mjög vel út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/Anton
Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var bara sáttur eftir fjögurra marka sigur á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í kvöld. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk.

„Þetta lítur mjög vel út og hver sigur styrkir okkar sjálfstraust sem lið. Ég var sáttur við vörnina sem var agressív og gekk mjög vel. Það var góð hjálparvörn og lítið um taktísk mistök," sagði Ólafur og bætti við:

„Það var lítið um einhverjar galopnanir. Björgvin varði einhverja 15 til 20 bolta og ef við fáum einhverja fimmtán bolta frá honum í þessari keppni þá er ég sáttur," sagði Ólafur.

„Sóknin var allt í lagi, góð á köflum en stundum vorum við aðeins óagaðir og vorum að gera einhverja tæknifeila. Rútínan er til staðar og dýnamíkin er til staðar bæði í vörn og sókn," sagði Ólafur.

„Þetta er bara fyrsta skref og það er alltaf eitthvað sem hægt er að laga," sagði Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×