Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fjölgaði um tæplega 100%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gjaldþrotum í júlí fjölgaði um tæplega 98% samanborið við sama mánuði í fyrra. Í júlí síðastliðnum voru 97 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta en þau voru 49 á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru flest gjaldþrot í fasteignaviðskiptum. Fyrstu 7 mánuði ársins er fjöldi gjaldþrota 938 sem er um 55% aukning frá sama tímabili í fyrra þegar 604 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Í júlí síðastliðnum voru skráð 120 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 103 einkahlutafélög í júlí 2010, sem jafngildir 16,5% fjölgun á milli ára. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga var 961 fyrstu 7 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um rúm 4% frá sama tímabili árið 2010 þegar 1002 ný einkahlutafélög voru skráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×