Jól

Marinerað sjávarréttakonfekt

10 stk humarhalar

200 gr hörpuskel

200 gr rækjur

200 gr smokkfiskur

Skrautsalat og fínt skorið grænmeti.

Lögur:

1 dl. sítrónusafi

1 dl. hvítvín

1 dl. balsamic edik

1 dl. ólívuolía

1 msk. ristuð sesamfræ

salt og pipar

Aðferð:

Skerið smokkfiskinn í þunnar hringi og setjið í sjóðandi vatn látið sjóða í 1 mínútu. Snöggkælið smokkfiskinn og setjið í skál með skelfiskinum. Hellið leginum yfir og látið standa í kæli í 30 mín.

Setjið skrautsalatið á diska leggið skelfiskinn ofaná og að síðustu fínt skorið grænmeti.

Gott er að bera fram með þessu ristað brauð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×