Samstarfið ber ávöxt 10. nóvember 2011 10:15 Daníel Bjarnason og Ben Frost starfa mikið saman þessa dagana. Félagarnir Daníel Bjarnason og Ben Frost hafa sent frá sér plötuna Sólaris. Sólaris er tónverk eftir Frost og Daníel, en íslenskur frumflutningur á verkinu var á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Unsound-hátíðin í Kraká í Póllandi pantaði verkið í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá útgáfu samnefndrar skáldsögu eftir rithöfundinn Stanislaw Lem, en verkið er unnið fyrir Krakársinfóníettuna. Solaris er þegar farið að fá prýðisdóma, til að mynda átta af tíu hjá tónlistarvefnum Drowned in Sound. Samstarf Bens Frost og Daníels Bjarnasonar er blómlegt, en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu hafa þeir verið ráðnir til að semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er innblásin af einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. „Mér líst vel á þetta verkefni, það er skemmtilegt að fást við kvikmyndatónlist og þá sérstaklega mynd sem er svona sterk og áhrifamikil,“ sagði Daníel af því tilefni. Hann viðurkenndi að tónlistin verði eðli málsins samkvæmt dramatísk. „Þetta er náttúrlega mögnuð saga sem þarna er verið að segja og merkileg.“ Harmageddon Tónlist Mest lesið Íslenski hesturinn þekktur í þýsku teknó senunni Harmageddon Sannleikurinn: Stöðumælaverðir segja stöðuna aldrei hafa verið eins slæma Harmageddon Gítarstef Whole Lotta Love valið það besta í sögunni Harmageddon Bylting í meðhöndlun verkja? Harmageddon Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í Reykjavík Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Pepsi Max: Kontinuum halda toppsætinu Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon
Félagarnir Daníel Bjarnason og Ben Frost hafa sent frá sér plötuna Sólaris. Sólaris er tónverk eftir Frost og Daníel, en íslenskur frumflutningur á verkinu var á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Unsound-hátíðin í Kraká í Póllandi pantaði verkið í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá útgáfu samnefndrar skáldsögu eftir rithöfundinn Stanislaw Lem, en verkið er unnið fyrir Krakársinfóníettuna. Solaris er þegar farið að fá prýðisdóma, til að mynda átta af tíu hjá tónlistarvefnum Drowned in Sound. Samstarf Bens Frost og Daníels Bjarnasonar er blómlegt, en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu hafa þeir verið ráðnir til að semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er innblásin af einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. „Mér líst vel á þetta verkefni, það er skemmtilegt að fást við kvikmyndatónlist og þá sérstaklega mynd sem er svona sterk og áhrifamikil,“ sagði Daníel af því tilefni. Hann viðurkenndi að tónlistin verði eðli málsins samkvæmt dramatísk. „Þetta er náttúrlega mögnuð saga sem þarna er verið að segja og merkileg.“
Harmageddon Tónlist Mest lesið Íslenski hesturinn þekktur í þýsku teknó senunni Harmageddon Sannleikurinn: Stöðumælaverðir segja stöðuna aldrei hafa verið eins slæma Harmageddon Gítarstef Whole Lotta Love valið það besta í sögunni Harmageddon Bylting í meðhöndlun verkja? Harmageddon Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í Reykjavík Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Pepsi Max: Kontinuum halda toppsætinu Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon