Samstarf

Notuð dekk eru ódýr kostur

Kaup á notuðum hjólbörðum hefur mörgum reynst hentugur kostur, að sögn Steinars Gunnsteinssonar hjá Vöku í Skútuvogi. „Sumum reynist erfitt að fjármagna kaup á nýjum dekkjum eins og ástandið er í þjóðfélaginu núna. Þá koma notuð dekk til bjargar,“ segir Steinar. „Einnig geta notuð dekk verið hentug fyrir þá sem aka um ágömlum bíl og vita ekki hvað hann endist lengi í viðbót,“ segir hann. „Þá þarf það ekki að liggja með mikla fjárfestingu í dekkjum þegar bíllinn gefur upp öndina.“

Vaka hefur líka hjálpað mörgum við að losa sig við dekk af gamla bílnum sem passa ekki á þann nýja. „Slík dekk tökum við upp í ný dekk eða til inneignar fyrir hverja þá þjónustu sem Vaka hf. veitir,“ segir Steinar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×