Viðskipti innlent

ESA fer yfir svör stjórnvalda

Árni Páll Árnason sendi ESA bréf í byrjun mánaðar.
Árni Páll Árnason sendi ESA bréf í byrjun mánaðar.
„Ef stjórnvöld sýna fram á að þau muni greiða Icesave-kröfuna eða semja við bresk og hollensk stjórnvöld þá munum við ekki fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn," segir Per Sanderud, forseti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.

Árni Páll Árnason sendi ESA bréf í byrjun mánaðar þar sem fram kom að horfur séu á að þrotabú Landsbankans geti staðið undir þorra krafna vegna innstæðna. Verið er að fara yfir svarbréf stjórnvalda. Sanderud reiknar með að ESA svari bréfinu fyrir júnílok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×