Viðskipti innlent

Áttu að vita af slæmri stöðu fyrirtækisins

Þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjórar, með stjórnarformanninn Lýð Guðmundsson á milli sín. Fréttablaðið/GVA
Þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjórar, með stjórnarformanninn Lýð Guðmundsson á milli sín. Fréttablaðið/GVA
„Þeim átti að vera ljóst að fyrirtækið hefði ekki efni á að greiða þessa bónusa,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Existu.

Samkomulag hefur náðst við þá Erlend Hjaltason og Sigurð Valtýsson, fyrrverandi forstjóra Existu, og aðra fyrrverandi stjórnendur fyrirtækisins að þeir greiði að fullu til baka bónus sem þeir fengu árið 2009.Ekki er um háar fjárhæðir að ræða. Báðir forstjórarnir fengu um tíu milljónir króna hvor árið 2009 og aðrir framkvæmdastjórar lægri upphæð. Riftunin nær aðeins til þeirra sem höfðu vitneskju um að fyrirtækið væri ógjaldfært þegar greiðslurnar áttu sér stað.

Exista á Skipti, móðurfélag Símans, tryggingafélagið VÍS, eignaleigufyrirtækið Lýsingu og var helsti hluthafi Kaupþings fyrir bankahrun. Þá var félagið stærri hluthafi Bakkavarar.

Exista tapaði 242 milljörðum króna árið 2009 og bættist það við 206 milljarða tap árið á undan. Eigið fé Existu var neikvætt um tæpa 210 milljarða króna í lok árs 2009 þegar bónusar voru greiddir.

Kröfuhafar Existu sögðu þeim Erlendi og Sigurði upp störfum í apríl í fyrra og tóku fyrirtækið formlega yfir í október. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×