Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands lækkar áfram

Skuldatryggingaálag Íslands heldur áfram að lækka og mældist 229 punktar í morgun samkvæmt vefsíðunni keldan.is sem sækir sínar upplýsingar til Bloomberg og CMA gagnaveitunnar.

Álagið var komið niður í 200 punkta í vor þegar velheppnuðu alþjóðlegu skuldabréfaútboði ríkissjóðs upp á einn milljarð dollara lauk. Vaxtaálagið í þessu útboði var 3,2% og eftir það snarhækkaði skuldatryggingaálag Íslands og fór hæst í 304 punkta í síðustu viku. Síðan þá hefur það lækkað jafnt og þétt sem sýnir vaxandi trú erlendra fjárfesta á íslenskum efnahag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×