Raunvöxtur greiðslukortaveltu sá mesti frá sumrinu 2007 13. maí 2011 11:30 Raunvöxtur greiðslukortaveltu í apríl frá sama tíma í fyrra var sá mesti frá sumrinu 2007. Þótt taka verði tillit til áhrifa af páskaveltu, sem að hluta til féll á marsmánuð í fyrra en að langmestu leyti á aprílmánuð þetta árið, virðist sem einkaneysla sé að sækja í sig veðrið nú á öðrum fjórðungi ársins. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans nam kreditkortavelta í aprílmánuði síðastliðnum 27,7 milljörðum kr. Að teknu tilliti til þróunar verðlags og gengis jókst veltan að raungildi um nærri 12% frá sama mánuði í fyrra. Líkt og undanfarna mánuði var aukningin mun meiri í erlendri kreditkortaveltu, en hún óx um 23% að raunvirði á meðan innlend kortavelta jókst um ríflega 9%. Talsverð aukning varð einnig á debetkortaveltu einstaklinga innanlands, en hún óx um rúmlega 7% að raunvirði í aprílmánuði frá sama mánuði árið áður. Velta debetkorta er mæld eftir almanaksmánuðum í tölum Seðlabankans á meðan kreditkortavelta er mæld eftir kortatímabilum, og hefur því hluti debetkortaveltu vegna páskanna í fyrra væntanlega fallið til í mars, enda voru páskarnir í blábyrjun aprílmánaðar árið 2010. „Páskarnir skýra þó að mati okkar ekki mestan hluta þeirrar aukningar sem varð á kortaveltu að raungildi milli aprílmánaða í fyrra og nú í ár, enda jókst samantekin kortavelta einstaklinga einnig talsvert í marsmánuði á milli ára," segir í Morgunkorninu. „Ráða má af kortaveltutölum og öðrum vísbendingum á borð við innflutning neysluvara að einkaneysla hafi tekið töluvert við sér í mars og apríl eftir lítinn vöxt á fyrstu mánuðum ársins, samanborið við sömu mánuði árið á undan. Aðra sögu er að segja af kortaveltu vegna erlendra greiðslukorta hérlendis. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga minnkaði slík velta um nærri 11% í aprílmánuði frá sama mánuði í fyrra. Hér má raunar ætla að áhrif gossins í Eyjafjallajökli í fyrra séu einhver, en þeir útlendingar sem urðu strandaglópar hér á landi vegna gossins hafa vitaskuld orðið að verja meira fé til uppihalds hérlendis í aprílmánuði í fyrra en til stóð. Mismunurinn á kortaveltu Íslendinga erlendis og veltu útlendinga hér á landi nemur 7,8 milljörðum kr. það sem af er ári, landanum í óhag, en á sama tímabili í fyrra var þessi tala 3,3 ma.kr. Íslendingum í óhag. Gjaldeyrisútflæði vegna þessa er því væntanlega að sama skapi meira það sem af er ári, og líklegt er að „ferðamannajöfnuður", mældur á þennan kvarða, verði eitthvað óhagstæðari í ár en raunin var í fyrra." Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Raunvöxtur greiðslukortaveltu í apríl frá sama tíma í fyrra var sá mesti frá sumrinu 2007. Þótt taka verði tillit til áhrifa af páskaveltu, sem að hluta til féll á marsmánuð í fyrra en að langmestu leyti á aprílmánuð þetta árið, virðist sem einkaneysla sé að sækja í sig veðrið nú á öðrum fjórðungi ársins. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans nam kreditkortavelta í aprílmánuði síðastliðnum 27,7 milljörðum kr. Að teknu tilliti til þróunar verðlags og gengis jókst veltan að raungildi um nærri 12% frá sama mánuði í fyrra. Líkt og undanfarna mánuði var aukningin mun meiri í erlendri kreditkortaveltu, en hún óx um 23% að raunvirði á meðan innlend kortavelta jókst um ríflega 9%. Talsverð aukning varð einnig á debetkortaveltu einstaklinga innanlands, en hún óx um rúmlega 7% að raunvirði í aprílmánuði frá sama mánuði árið áður. Velta debetkorta er mæld eftir almanaksmánuðum í tölum Seðlabankans á meðan kreditkortavelta er mæld eftir kortatímabilum, og hefur því hluti debetkortaveltu vegna páskanna í fyrra væntanlega fallið til í mars, enda voru páskarnir í blábyrjun aprílmánaðar árið 2010. „Páskarnir skýra þó að mati okkar ekki mestan hluta þeirrar aukningar sem varð á kortaveltu að raungildi milli aprílmánaða í fyrra og nú í ár, enda jókst samantekin kortavelta einstaklinga einnig talsvert í marsmánuði á milli ára," segir í Morgunkorninu. „Ráða má af kortaveltutölum og öðrum vísbendingum á borð við innflutning neysluvara að einkaneysla hafi tekið töluvert við sér í mars og apríl eftir lítinn vöxt á fyrstu mánuðum ársins, samanborið við sömu mánuði árið á undan. Aðra sögu er að segja af kortaveltu vegna erlendra greiðslukorta hérlendis. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga minnkaði slík velta um nærri 11% í aprílmánuði frá sama mánuði í fyrra. Hér má raunar ætla að áhrif gossins í Eyjafjallajökli í fyrra séu einhver, en þeir útlendingar sem urðu strandaglópar hér á landi vegna gossins hafa vitaskuld orðið að verja meira fé til uppihalds hérlendis í aprílmánuði í fyrra en til stóð. Mismunurinn á kortaveltu Íslendinga erlendis og veltu útlendinga hér á landi nemur 7,8 milljörðum kr. það sem af er ári, landanum í óhag, en á sama tímabili í fyrra var þessi tala 3,3 ma.kr. Íslendingum í óhag. Gjaldeyrisútflæði vegna þessa er því væntanlega að sama skapi meira það sem af er ári, og líklegt er að „ferðamannajöfnuður", mældur á þennan kvarða, verði eitthvað óhagstæðari í ár en raunin var í fyrra."
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun