Viðskipti innlent

Nauðungarsölum á fasteignum fjölgar um 50%

Alls var 91 fasteign seld á nauðungaruppboði hjá Sýslumanninum í Reykjavík á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs.  Þetta er 50% aukning miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru 62 fasteignir seldar á nauðungaruppboði hjá sýslumanninum.

Þetta kemur fram á vefsíðu embættisins. Þar kemur fram að flestar nauðungarsölurnar voru í mars eða 40 talsins en fæstar í janúar eða 6 talsins.

Þá kemur fram að á framangreindu tímabili voru nýskráð nauðungarsölumál 545 talsins, þar af voru flest í febrúar eða 183 mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×