Viðskipti innlent

Auður I kaupir 10% hlut í Vodafone

Fagfjárfestasjóðurinn Auður I, sem er í vörslu Auðar Capital, og fjárfestirinn Kjartan Örn Ólafsson hafa gert tilboð í 10% eignarhlut í Eignarhaldsfélaginu Fjarskipti hf. sem á og rekur Vodafone á Íslandi. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Fjarskipta hf. hefur samþykkt kauptilboðið.

Í tilkynningu segir að kaupendurnir greiða fyrir eignarhlutinn með eign sinni í fjarskiptafélaginu Tali, sem er að fullu í þeirra eigu. Stefnt er að því að sameina félögin í kjölfarið. Tilboðið er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakannana.

Sameinað fyrirtæki verður vel í stakk búið til að koma til móts við kröfur neytenda um hagkvæma og góða fjarskiptaþjónustu. Markmið Auðar I er að taka þátt í að byggja upp öflugt fjarskiptafélag sem mögulegt er að skrá á hlutabréfamarkað í framtíðinni, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×