Viðskipti innlent

Málefni Styrks til sérstaks saksóknara

Á þessari skýringarmynd sem grafíkdeild Vísis vann á sínum tíma sést hvernig eignarhaldið á Styrk Invest var samsett.
Á þessari skýringarmynd sem grafíkdeild Vísis vann á sínum tíma sést hvernig eignarhaldið á Styrk Invest var samsett.
Skiptastjóri þrotabús Styrks Invest hefur vísað málefnum félagsins til sérstaks saksóknara. Styrkur Invest, sem var að fullu í eigu Baugs Gruop og hét áður BG Capital ehf., átti tæplega fjörutíu prósenta hlut í FL Group fyrir bankahrun. Við þrot Styrks námu kröfur í félagið 47,6 milljörðum króna en félagið fullkomlega eignalaust. M.a átti félagið ekki peninga til að greiða tryggingu fyrir skiptakostnaði til að óska eftir gjaldþrotaskiptum í mars 2009.

Stærsti kröfuhafinn í búið var Íslandsbanki með 17 milljarða kröfu. Landsbankinn gerði 12,8 milljarða kröfu og þrotabú Baugs kröfu upp á 9,8 milljarða króna. Ekkert fæst upp í þessar kröfur.

DV í dag greinir frá því að skiptastjóri þrotabús Styrks Invest hafi sent málefni félagsins til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi í rekstri þess, en lögmælt tilkynningarskylda er á skiptastjórum verði þeir varir við hugsanleg lögbrot.

Framk hefur komið að Styrkur hafi gert framvirka samninga við Landsbankann, Glitni, Icebank, Straum fjárfestingarbanka og VBS fjárfestingarbanka um kaup á hlutabréfum í FL Group fyrir bankahrun. Ljóst er að allir þessir aðilar hafa tapað miklum fjárhæðum á samningunum. Viðskiptablaðið greinir frá því að samningarnir hafi í raun virkað eins og kúlulán. Styrkur hafi tekið við hlutabréfum í FL Group frá bönkunum sem lánuðum fyrir kaupum félagsins á bréfunum en þeir hafi samþykkt á sama tíma að kaupa bréfin til baka eftir tiltekinn tíma. Þegar hafi komið að uppgjörsdegi hafi samningarnir, nánast án undantekninga, verið endurnýjaðir óháð því hver þróun á gengi bréfanna í FL Group hafði verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×