Viðskipti erlent

Útflutningur frá Japan dregst saman vegna náttúruhamfaranna

Áhrifin af jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í Japan eru nú að koma í ljós í minnkandi útflutningi landsins. Útflutningur Japans í mars dróst saman um 2,2% miðað við sama mánuð í fyrra.

Sérfræðingar höfðu reiknað með samdrætti upp á 1,5%. Höfuðástæðan fyrir samdrættinum er að bílaútflutningur landsins hefur dregist saman um 28% milli ára í mars. Þetta skýrist einkum af því að flóðbylgjan olli skemmdum á bílaverksmiðjum og truflaði aðföng að þeim.

Þetta er í fyrsta sinn í 16 mánuði að útflutningur Japans dregst saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×