Segja geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. mars 2011 18:44 Geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum og upplifunin er aldrei sú að nokkur veiti þeim aðhald. Þetta segja stórir skuldarar þrotabúa bankanna. FME getur ekki gengið inn til skilanefndanna og kallað eftir upplýsingum og skýringum með sama hætti og í tilviki bankanna. Ráðherra vill eftirlit tveimur árum eftir hrun Efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í fréttum okkar á mánudag að ráðuneyti hans væri með frumvarp í vinnslu til að koma skilanefndum bankanna undir eftirlit. „Það er engum til góðs að búa til eilífðarvélar sem að skapa tækifæri á að menn geti skammtað sér laun og aðstöðu tímunum saman, og árum saman," sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta vill Árni Páll gera, setja lög um eftirlit með nefndunum, en nú eru tvö og hálft ár liðið frá bankahruninu og alls kyns viðskiptahættir hafa þrifist í þessum nefndum frá því nefndirnar voru skipaðar og því ljóst að sumt af þessu mun aldrei líta dagsins ljós.Hér má nefna sölumeðferð eigna og eignastýringu og þar með talin félög í eigu skilanefndanna, en FME hefur ekkert eftirlit haft með því hjá skilanefndunum. Viðmælendur fréttastofu, sem átt hafa samskipti við skilanefndir bankanna vegna sinna málefna, segja farir sínar ekki sléttar og að skýringin liggi einmitt í eftirlitsleysi og skorti á aðhaldi. Geðþóttaákvarðanir Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að skilanefnd hafi dregið taum eins skuldunauts í samskiptum við annan. Þá nefndi einn viðmælandi að upplifunin væri aldrei sú sama og í samskiptum við banka. Upplifunin hafi verið sú að starfsmaður skilanefndar hafi viljað draga sem lengst að greiða úr málum viðkomandi skuldunauts, þar sem miklir fjárhagslegir hagsmunir voru undir, með það fyrir augum að ná sem mestum tekjum vegna viðkomandi verkefnis. Þá nefndu viðmælendur fréttastofu, sem ekki vildu koma fram undir nafni, að geðþóttaákvarðanir þrifust innan nefndanna og upplifunin væri sú að aðhaldið væri ekki til staðar. Þess skal getið að hér er um að ræða í öllum tilvikum skýringar frá skuldunautum sem eru óánægðir með úrlausn sinna mála. FME hefur eftirlit með skilanefndunum að því marki sem þau hafa enn starfsleyfi. Forstjóri FME segir að eftirlitið með nefndunum sé takmarkað. „Við höfum ákveðið eftirlit með þeim, þeir skila skýrslum tvisvar á ári, yfirliti yfir rekstur- og efnahag, ráðstöfun eigna og félögum í eigu þeirra," segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Engar heimsóknir eins og hjá bönkunum Nú hefur FME mjög víðtækar heimildir, t.d til að ganga inn í banka og kalla eftir upplýsingum. Þessar heimsóknir, sem þið stundið, þið stundið ekki þessar heimsóknir hjá skilanefndunum? „Nei, það er mjög takmarkað. Boðvald okkar yfir skilanefndunum er mjög takmarkað eftir breytingarnar á lögunum í apríl 2009." Gunnar vísar til þess þegar skilanefndir voru gerðar hliðsettar slitastjórnum bankanna og eðli starfsemi þeirra var breytt að nokkru leyti. Gunnar segir að aukið eftirlit með þessum nefndum sé til bóta. Og segir að það sé aldrei of seint að herða eftirlit. „Það er langur tími liðinn, það er rétt hjá þér, en það er ekki orðið of seint." Fréttastofa hafði samband við formenn skilanefnda Glitnis og Kaupþings í dag en hvorugur þeirra vildi koma í viðtal. Formaður skilanefndar Landsbankans er erlendis. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Geðþóttaákvarðanir þrífast í skilanefndum og upplifunin er aldrei sú að nokkur veiti þeim aðhald. Þetta segja stórir skuldarar þrotabúa bankanna. FME getur ekki gengið inn til skilanefndanna og kallað eftir upplýsingum og skýringum með sama hætti og í tilviki bankanna. Ráðherra vill eftirlit tveimur árum eftir hrun Efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í fréttum okkar á mánudag að ráðuneyti hans væri með frumvarp í vinnslu til að koma skilanefndum bankanna undir eftirlit. „Það er engum til góðs að búa til eilífðarvélar sem að skapa tækifæri á að menn geti skammtað sér laun og aðstöðu tímunum saman, og árum saman," sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta vill Árni Páll gera, setja lög um eftirlit með nefndunum, en nú eru tvö og hálft ár liðið frá bankahruninu og alls kyns viðskiptahættir hafa þrifist í þessum nefndum frá því nefndirnar voru skipaðar og því ljóst að sumt af þessu mun aldrei líta dagsins ljós.Hér má nefna sölumeðferð eigna og eignastýringu og þar með talin félög í eigu skilanefndanna, en FME hefur ekkert eftirlit haft með því hjá skilanefndunum. Viðmælendur fréttastofu, sem átt hafa samskipti við skilanefndir bankanna vegna sinna málefna, segja farir sínar ekki sléttar og að skýringin liggi einmitt í eftirlitsleysi og skorti á aðhaldi. Geðþóttaákvarðanir Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að skilanefnd hafi dregið taum eins skuldunauts í samskiptum við annan. Þá nefndi einn viðmælandi að upplifunin væri aldrei sú sama og í samskiptum við banka. Upplifunin hafi verið sú að starfsmaður skilanefndar hafi viljað draga sem lengst að greiða úr málum viðkomandi skuldunauts, þar sem miklir fjárhagslegir hagsmunir voru undir, með það fyrir augum að ná sem mestum tekjum vegna viðkomandi verkefnis. Þá nefndu viðmælendur fréttastofu, sem ekki vildu koma fram undir nafni, að geðþóttaákvarðanir þrifust innan nefndanna og upplifunin væri sú að aðhaldið væri ekki til staðar. Þess skal getið að hér er um að ræða í öllum tilvikum skýringar frá skuldunautum sem eru óánægðir með úrlausn sinna mála. FME hefur eftirlit með skilanefndunum að því marki sem þau hafa enn starfsleyfi. Forstjóri FME segir að eftirlitið með nefndunum sé takmarkað. „Við höfum ákveðið eftirlit með þeim, þeir skila skýrslum tvisvar á ári, yfirliti yfir rekstur- og efnahag, ráðstöfun eigna og félögum í eigu þeirra," segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME. Engar heimsóknir eins og hjá bönkunum Nú hefur FME mjög víðtækar heimildir, t.d til að ganga inn í banka og kalla eftir upplýsingum. Þessar heimsóknir, sem þið stundið, þið stundið ekki þessar heimsóknir hjá skilanefndunum? „Nei, það er mjög takmarkað. Boðvald okkar yfir skilanefndunum er mjög takmarkað eftir breytingarnar á lögunum í apríl 2009." Gunnar vísar til þess þegar skilanefndir voru gerðar hliðsettar slitastjórnum bankanna og eðli starfsemi þeirra var breytt að nokkru leyti. Gunnar segir að aukið eftirlit með þessum nefndum sé til bóta. Og segir að það sé aldrei of seint að herða eftirlit. „Það er langur tími liðinn, það er rétt hjá þér, en það er ekki orðið of seint." Fréttastofa hafði samband við formenn skilanefnda Glitnis og Kaupþings í dag en hvorugur þeirra vildi koma í viðtal. Formaður skilanefndar Landsbankans er erlendis. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira