Kraftur í vexti einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi 15. ágúst 2011 12:04 Kröftugur vöxtur virðist ætla að vera í einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi ársins ef marka má tölur um greiðslumiðlun. Í nýlega birtum tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur meðal annars fram að kreditkortavelta í júlí nam alls 29,1 milljarði kr., sem jafngildir 9% aukningu að raungildi milli ára. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í júlí var talsverður afgangur á kortajöfnuðinum, þ.e. kortanotkun útlendinga hér á landi að frádreginni kortanotkun Íslendinga erlendis. Nam afgangurinn 5,3 milljörðum kr., en í sama mánuði í fyrra var 4,9 milljarða kr. afgangur af kortajöfnuðinum. Allar líkur eru á að afgangur af kortajöfnuði verði verulegur á þriðja fjórðungi ársins. Önnur vísbending um þróun einkaneyslunnar var birt síðastliðinn föstudag þegar Rannsóknarsetur verslunarinnar sendi frá sér smásöluvísitölu sína. Þar má sjá að í júlí var dágóður raunvöxtur í veltu með raftæki m.v. sama mánuð í fyrra, eða sem nemur 22,8% . Í húsgögnum var vöxturinn 7,5% og í dagvöru 1,4%. Í skóm var 1,4% vöxtur en 12,1% samdráttur hins vegar í fötum og 4,7% samdráttur í áfengi. Tölurnar benda til þess að samsetning einkaneyslunnar sé að taka talsverðum breytingum nú þegar einkaneyslan er að taka við sér aftur. Þriðju vísbendinguna um þróun einkaneyslu sendi Hagstofan frá sér í morgun. Var það magnvísitala fyrir innfluttar neysluvörur á fyrstu sex mánuðum ársins. Var vöxturinn 12,3% samanborið við sama tímabil í fyrra. Mestur var vöxturinn í ökutækjum til einkanota sem jukust um 65% á tímabilinu. Ferðamannaþjónustan á talsverðan hluta af þeim vexti þ.e. endurnýjun á bílaleigubílum. Vöxtur var hins vegar einnig talsverður í öðrum neysluvörum, eða 6,7% og þar af 19,5% vöxtur í varanlegum neysluvörum á borð við raftæki og 6,1% vöxtur í innflutningi á mat og drykkjarvörum. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Kröftugur vöxtur virðist ætla að vera í einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi ársins ef marka má tölur um greiðslumiðlun. Í nýlega birtum tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur meðal annars fram að kreditkortavelta í júlí nam alls 29,1 milljarði kr., sem jafngildir 9% aukningu að raungildi milli ára. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í júlí var talsverður afgangur á kortajöfnuðinum, þ.e. kortanotkun útlendinga hér á landi að frádreginni kortanotkun Íslendinga erlendis. Nam afgangurinn 5,3 milljörðum kr., en í sama mánuði í fyrra var 4,9 milljarða kr. afgangur af kortajöfnuðinum. Allar líkur eru á að afgangur af kortajöfnuði verði verulegur á þriðja fjórðungi ársins. Önnur vísbending um þróun einkaneyslunnar var birt síðastliðinn föstudag þegar Rannsóknarsetur verslunarinnar sendi frá sér smásöluvísitölu sína. Þar má sjá að í júlí var dágóður raunvöxtur í veltu með raftæki m.v. sama mánuð í fyrra, eða sem nemur 22,8% . Í húsgögnum var vöxturinn 7,5% og í dagvöru 1,4%. Í skóm var 1,4% vöxtur en 12,1% samdráttur hins vegar í fötum og 4,7% samdráttur í áfengi. Tölurnar benda til þess að samsetning einkaneyslunnar sé að taka talsverðum breytingum nú þegar einkaneyslan er að taka við sér aftur. Þriðju vísbendinguna um þróun einkaneyslu sendi Hagstofan frá sér í morgun. Var það magnvísitala fyrir innfluttar neysluvörur á fyrstu sex mánuðum ársins. Var vöxturinn 12,3% samanborið við sama tímabil í fyrra. Mestur var vöxturinn í ökutækjum til einkanota sem jukust um 65% á tímabilinu. Ferðamannaþjónustan á talsverðan hluta af þeim vexti þ.e. endurnýjun á bílaleigubílum. Vöxtur var hins vegar einnig talsverður í öðrum neysluvörum, eða 6,7% og þar af 19,5% vöxtur í varanlegum neysluvörum á borð við raftæki og 6,1% vöxtur í innflutningi á mat og drykkjarvörum.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur