Aðalhagfræðingur Seðlabankans mælir með inngöngu í myntbandalag 12. júní 2011 13:24 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Aðalhagfræðingur seðlabankans telur að sjálfstæð peningastefna í litlum hagkerfum eins og Íslandi orsaki vandamál við hagstjórn, án þess að leysa neitt. Hann mælir með inngöngu í myntbandalag, eða myntráð. Þetta er niðurstaða rannsóknarritgerðar sem Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, vann í samstarfi við þá Francis Breedon og Andrew Rose. Í ritgerðinni rannsaka þeir skipan peningamála í litlum ríkum hagkerfum. Þar segir að lítil hagkerfi þurfi að glíma við meiri óstöðugleika í efnahagslífinu en stærri ríki. Þau velji því yfirleitt fastgengisstefnu með því að binda gjaldmiðil sinn gjaldmiðlum annarra ríkja þar sem kostnaður við sjálfstæða peningastefnu er hár í hlutfalli við íbúafjölda í minni ríkjum. Ríki með einhverskonar fastgengisstefnu virðast hafa nokkurn ábata af henni, en höfundar ritgerðarinnar lýsa slíkri stefnu sem ókeypis hádegisverði; þær skapi gengisstöðugleika, án þess að hafa neikvæð áhrif á aðra þætti hagkerfisins. Þau ríki sem reyni hins vegar að halda í sjálfstæða peningastefnu með því að halda úti fljótandi gjaldmiðli, eins og til dæmis Ísland, virðist ekkert græða á því. Þau glími við meiri óstöðugleika í gengi gjaldmiðilsins, án þess að uppskera minni óstöðugleika í öðrum hagstærðum. Flotgengið orsaki þannig fjölda vandamála við hagstjórn, án þess að leysa nein. Því hefur stundum verið haldið fram að sveigjanleikinn sem krónan býður hagkerfinu hafi hjálpað Íslendingum eftir kreppuna. Í ritgerðinni kemur fram að fáar sannanir bendi til þess að sveigjanleiki í peningamálum geti hjálpað til við aðlögun í smáum hagkerfum. Þrátt fyrir að sjálfstæður gjaldmiðill geti fræðilega séð dempað högg, þá geti hann einnig sjálfur orsakað þau. Í ljósi niðurstaðnanna segja höfundarnir hálfgerða ráðgátu af hverju lítil lönd myndu yfir höfuð vilja halda úti fljótandi gjaldmiðli, nema ef vera skyldi af pólitískum ástæðum frekar en efnahagslegum. Í tilviki Íslands benda niðurstöðurnar til þess að ströng fastgengisstefna, eins og þátttaka í myntbandalagi, eða myntráð, sé til bóta og leiði til meiri stöðugleika í efnahagslífinu. Höfundarnir segja þó að fastgengisstefnan sé engin töfralausn fyrir smáríki, og þau þurfi að beita ríkisfjármálum af krafti til að skapa stöðugleika og vinna gegn hagsveiflunni. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aðalhagfræðingur seðlabankans telur að sjálfstæð peningastefna í litlum hagkerfum eins og Íslandi orsaki vandamál við hagstjórn, án þess að leysa neitt. Hann mælir með inngöngu í myntbandalag, eða myntráð. Þetta er niðurstaða rannsóknarritgerðar sem Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, vann í samstarfi við þá Francis Breedon og Andrew Rose. Í ritgerðinni rannsaka þeir skipan peningamála í litlum ríkum hagkerfum. Þar segir að lítil hagkerfi þurfi að glíma við meiri óstöðugleika í efnahagslífinu en stærri ríki. Þau velji því yfirleitt fastgengisstefnu með því að binda gjaldmiðil sinn gjaldmiðlum annarra ríkja þar sem kostnaður við sjálfstæða peningastefnu er hár í hlutfalli við íbúafjölda í minni ríkjum. Ríki með einhverskonar fastgengisstefnu virðast hafa nokkurn ábata af henni, en höfundar ritgerðarinnar lýsa slíkri stefnu sem ókeypis hádegisverði; þær skapi gengisstöðugleika, án þess að hafa neikvæð áhrif á aðra þætti hagkerfisins. Þau ríki sem reyni hins vegar að halda í sjálfstæða peningastefnu með því að halda úti fljótandi gjaldmiðli, eins og til dæmis Ísland, virðist ekkert græða á því. Þau glími við meiri óstöðugleika í gengi gjaldmiðilsins, án þess að uppskera minni óstöðugleika í öðrum hagstærðum. Flotgengið orsaki þannig fjölda vandamála við hagstjórn, án þess að leysa nein. Því hefur stundum verið haldið fram að sveigjanleikinn sem krónan býður hagkerfinu hafi hjálpað Íslendingum eftir kreppuna. Í ritgerðinni kemur fram að fáar sannanir bendi til þess að sveigjanleiki í peningamálum geti hjálpað til við aðlögun í smáum hagkerfum. Þrátt fyrir að sjálfstæður gjaldmiðill geti fræðilega séð dempað högg, þá geti hann einnig sjálfur orsakað þau. Í ljósi niðurstaðnanna segja höfundarnir hálfgerða ráðgátu af hverju lítil lönd myndu yfir höfuð vilja halda úti fljótandi gjaldmiðli, nema ef vera skyldi af pólitískum ástæðum frekar en efnahagslegum. Í tilviki Íslands benda niðurstöðurnar til þess að ströng fastgengisstefna, eins og þátttaka í myntbandalagi, eða myntráð, sé til bóta og leiði til meiri stöðugleika í efnahagslífinu. Höfundarnir segja þó að fastgengisstefnan sé engin töfralausn fyrir smáríki, og þau þurfi að beita ríkisfjármálum af krafti til að skapa stöðugleika og vinna gegn hagsveiflunni.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira