Handbolti

Ingimundur: Alltaf gaman skora

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ingimundur skorar hér eitt þriggja marka sinna í kvöld.
Ingimundur skorar hér eitt þriggja marka sinna í kvöld. Mynd/Anton

Varnarleikur íslenska liðsins gegn Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í kvöld var frábær þar sem að Ingimundur Ingimundarson stóð vaktina ásamt Sverre Jakobssyni.

Ingimundur skoraði þrjú mörk úr hraðaupphlaupum og með sama áframhaldi er ljóst að vallarþulirnir á HM í Svíþjóð þurfa að læra að bera fram nafn varnartröllsins.

„Það hefur nú ekki verið mikið um tilþrif í þeim efnum og þeir eru í tómu tjóni með þetta í Danmörku," sagði Ingimundur við visir.is í kvöld.

„Það er alltaf gaman að skora og þetta er bara svo stór hluti af okkar leik að við verðum alltaf að fá svona mörk - alveg sama hver á í hlut. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup eru þau atriði sem við verðum að hafa í lagi og það var þannig í kvöld.

Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn frá því við hófum undirbúninginn og ég er ánægður með útkomuna. Og það er ætlunin að bæta ofan á þetta og gera enn betur," sagði Ingimundur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×