Viðskipti innlent

Fá ekki greitt fyrr en eftir helgi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Allir þeir lífeyrissjóðsþegar sem fá greitt í gegnum Greiðslustofu lífeyrissjóða munu ekki fá greitt nú um mánaðamótin fyrr en eftir helgi. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi.

Lífeyrissjóðirnir sem greiða út í gegnum Greiðslustofuna eru tólf talsins. Þar á meðal er Lífeyrissjóðurinn Stapi. Björn Sigurðsson er lífeyrissjóðsþegi hjá Stapa. Hann er afar ósáttur við að fá ekki greitt út fyrir helgina.

„Þetta er með ólíkindum," segir Björn Sigurðsson, lífeyrissjóðsþegi til 40 ára. Hann vekur athygli á því að lífeyrissjóðirnir hafi umtalsverða vexti af því að halda peningunum eftir yfir helgina. „Ég myndi segja að þetta væri þjófnaður," segir Björn.

Lífeyrissjóðunum virðist vera það í sjálfsvald sett hvort þeir greiði út fyrir helgi eða eftir helgi. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa þegar greitt út til sinna lífeyrissjóðsþega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×