Viðskipti innlent

Viðskiptaafgangur 40 milljarðar á þriðja ársfjórðungi

Nýjustu tölur frá Seðlabankanum um greiðslujöfnuð gefa til kynna að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi viðskiptaafgangurinn, án áhrifa gömlu bankanna, verið um 40 milljarðar króna.  Aukinn útflutningur leikur þar stórt hlutverk, en virði útfluttra vara er í sögulegu hámarki.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að þrátt fyrir það vegi innflutningur þó að jöfnuðinum en innflutningur bæði vöru og þjónustu hefur aukist talsvert milli ára.

Ljóst er að hluti af sértækum aðgerðum hins opinbera er snúa að heimilum hefur leitt til aukins innflutnings og hvatt til fleiri utanlandsferða sem draga að einhverju leyti úr viðskiptaafganginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×