Viðskipti innlent

Borgarráð samþykkir 6,3 milljarða lántökur

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 kemur fram að Reykjavíkurborg áætlar lántökur að fjárhæð 6.3 milljarða kr vegna framkvæmda. Stærð skuldabréfaflokksins RVK 09 1 er 9.33 milljarðar kr. að nafnverði.

Í tilkynningu segir að borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 27 janúar eftirfarandi tillögu að útgáfuáætlun vegna stækkunar skuldabréfaflokksins RVK 09 1 á árinu 2011.

„Borgarráð samþykkir heimild til fjármálastjóra á grundvelli samþykktar borgarstjórnar frá 30. nóvember 2010 um að taka allt að 1.000 milljóna króna lán í janúar 2011 með stækkun á verðtryggðum skuldabréfaflokki Reykjavíkurborgar RVK 09 1 ef ásættanleg kjör eru í boði.

Þá er lagt til að borgarráð staðfesti útgáfuáætlun fyrir skuldabréfaflokk Reykjavíkurborgar RVK 09 1 á fyrri hluta árs 2011... sem taki mið af dagsteningum í febrúar, mars, apríl, maí og júní.

Lántaka í hvert sinn nemi allt að 1.000 milljónum króna, enda sé á því þörf og ásættanleg kjör í boði.

Samþykkt, enda komi einstakar lántökur fyrir borgarráð til staðfestingar."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×