Handbolti

Þrír leikir í beinni á Stöð 2 Sport í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum gegn Frakklandi á þriðjudag.
Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum gegn Frakklandi á þriðjudag. Mynd/Valli

Næstsíðasti keppnisdagurinn á HM í handbolta fer fram í dag en strákarnir okkar eiga sinn síðasta leik þegar að þeir mæta Króötum í kvöld.

Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19.30 og fer fram í Malmö, þar sem sjálfur úrslitaleikur mótsins fer fram á sunnudaginn.

Þá fara báðir undanúrslitaleikirnir einnig fram í dag og verða allir þessir þrír leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðureign Danmörkur og Spánar fer fram á sama tíma og leikur Íslands og verður því í beinni útsendingu á hliðarrásinni Stöð 2 Sport 3.

Leikurinn verður svo sýndur síðar um kvöldið á Stöð 2 Sport.

Þorsteinn J. verður á sínum stað með þætti sína á milli leikja en sjónvarpsdagskráin er eftirfarandi:

16.20 Þorsteinn J. hitar upp fyrir leiki dagsins

16.50 Svíþjóð - Frakkland í undanúrslitum

18.30 Þorsteinn J. og gestir

19.20 Ísland - Króatía í leik um 5. sætið

19.20 Danmörk - Spánn í undanúrslitum (Sport 3)

21.00 Þorsteinn J. og gestir

22.00 Danmörk - Spánn í undanúrslitum (upptaka)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×