Viðskipti innlent

Símalausn Skýrr í Húsi atvinnulífsins

Samningur um símalausn handsalaður. Hannes G. Sigurðsson hjá Samtökum atvinnulífsins og Gestur G. Gestsson (vinstra megin), ásamt samstarfsfélögum.
Samningur um símalausn handsalaður. Hannes G. Sigurðsson hjá Samtökum atvinnulífsins og Gestur G. Gestsson (vinstra megin), ásamt samstarfsfélögum.
Samtökin í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 hafa undirritað rammasamning við Skýrr um innleiðingu á símalausn fyrir húsið. Símalausnin byggir á IP-tækni er sameinar síma- og tölvuumhverfi fyrirtækja og stofnana.

„Símalausn Skýrr hentar einstaklega vel fyrir aðstæður eins og þær sem við búum við í Borgartúninu. Þar eru í einni byggingu samakomin fjölmörg samtök og stofnanir af mjög mismunandi stærðum sem í framtíðinni munu geta gengið að einni miðlægri og samþættri símalausn," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

„Samtökin í Borgartúni 35 eiga það sameiginlegt að vera metnaðarfullir notendur upplýsingatækni. Við skoðuðum margar lausnir og eftir vandlega íhugun varð niðurstaðan að semja við Skýrr. Þar spilaði sterkt inn í sú staðreynd að fyrirtækið er ekki bara stór og sterkur samstarfsaðili, heldur með alþjóðlegar gæða- og öryggisvottanir ISO 9001 og 27001," segir Haraldur Dean Nelson hjá Samtökum iðnaðarins.

IP-símalausn Skýrr kemur frá alþjóðlega fjarskiptafyrirtækinu BroadSoft og sameinar kröfur um um áreiðanleika og uppitíma. BroadSoft er stærsta fyrirtæki veraldar á sínu sviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×