Króatar frábærir þegar þeir nenna Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 28. janúar 2011 07:00 Ísland mætir Króatíu í Malmö í kvöld í leiknum um fimmta sætið á HM. Bæði lið ætluðu sér stærri hluti en verða að sætta sig við þennan leik, sem skiptir talsverðu máli upp á riðil í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. „Stemningin er náttúrlega ekkert upp á það besta. Það er samt sem áður einn leikur eftir og við erum enn með á HM. Við erum að spila upp á fimmta sætið, sem er í rauninni mjög góður árangur úr þessum sterka milliriðli þó svo að við höfum aðeins unnið fyrir sætinu með árangrinum í sjálfum riðlinum. Það er blendin tilfinning með það," sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Fréttablaðið í gær. Hann er að spila á sínu þrettánda stórmóti og þekkir því hæðirnar og lægðirnar sem fylgja slíkum mótum. Íslenska liðið virtist ekki höndla mótlætið neitt sérstaklega vel eins og sjá mátti í leiknum gegn Spánverjum er liðið mætti engan veginn tilbúið til leiks. „Við höfum lent í þessu nokkrum sinnum. Ég væri hálfgerður smákrakki ef ég vissi ekki hvað ég væri að fara út í eftir öll þessi stórmót. Auðvitað er samt nokkuð sérstakt hvernig þetta spilaðist. Ég var með smá fiðring í maganum fyrir leik Ungverja og Spánverja og vonaði að þetta sæti væri tryggt áður en við mættum Frökkunum, þó svo að við hefðum ætlað að vinna þá. Það sem gerir þetta skemmtilegt er að aðrir leikir eru í gangi sem geta hjálpað," sagði Guðjón, sem bendir á að hnjask leikmanna hafi haft áhrif á gengi liðsins. „Það hafa verið smávægileg meiðsl sem þróuðust í annað og meira. Ég vona samt að það verði allir klárir í leikinn gegn Króatíu," sagði Guðjón. Hann býst eðlilega við mjög erfiðum leik enda hafa Króatar haft eitt besta lið heims um árabil þó svo að þeir hafi ekki náð undanúrslitasæti að þessu sinni. „Þeir eru mjög misjafnir. Þegar þeir virkilega nenna þessu og hafa upp á eitthvað að spila eru þeir frábærir. Þeir hafa gagnrýnt sjálfa sig á þessu móti, sem er frekar óvenjulegt. Það segir mér að þeir ætli að gefa allt í leikinn gegn okkur. Þeir eru ekki bara með gott lið heldur er það líka skemmtilegt. Þeir eru með mjög flinka leikmenn. Það gerir líka leikinn skemmtilegan. Þetta er ekki Ástralía heldur eitt besta landslið heims." Eftir þrjá tapleiki í röð mátti heyra á strákunum í gær að þeir eru allir sem einn mjög ákveðnir í því að enda mótið á jákvæðan hátt með sigri. „Það er ekki spurning. Ég er rétt að byrja að spila sjálfur og eins og belja á vorin. Mér finnst þetta æðislegt og líður betur í skrokknum með hverjum leik, sem hefur komið á óvart. Ég er ánægður að vera hérna ennþá," sagði Guðjón, sem er nýbyrjaður að spila eftir tíu mánaða fjarveru. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Ísland mætir Króatíu í Malmö í kvöld í leiknum um fimmta sætið á HM. Bæði lið ætluðu sér stærri hluti en verða að sætta sig við þennan leik, sem skiptir talsverðu máli upp á riðil í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. „Stemningin er náttúrlega ekkert upp á það besta. Það er samt sem áður einn leikur eftir og við erum enn með á HM. Við erum að spila upp á fimmta sætið, sem er í rauninni mjög góður árangur úr þessum sterka milliriðli þó svo að við höfum aðeins unnið fyrir sætinu með árangrinum í sjálfum riðlinum. Það er blendin tilfinning með það," sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Fréttablaðið í gær. Hann er að spila á sínu þrettánda stórmóti og þekkir því hæðirnar og lægðirnar sem fylgja slíkum mótum. Íslenska liðið virtist ekki höndla mótlætið neitt sérstaklega vel eins og sjá mátti í leiknum gegn Spánverjum er liðið mætti engan veginn tilbúið til leiks. „Við höfum lent í þessu nokkrum sinnum. Ég væri hálfgerður smákrakki ef ég vissi ekki hvað ég væri að fara út í eftir öll þessi stórmót. Auðvitað er samt nokkuð sérstakt hvernig þetta spilaðist. Ég var með smá fiðring í maganum fyrir leik Ungverja og Spánverja og vonaði að þetta sæti væri tryggt áður en við mættum Frökkunum, þó svo að við hefðum ætlað að vinna þá. Það sem gerir þetta skemmtilegt er að aðrir leikir eru í gangi sem geta hjálpað," sagði Guðjón, sem bendir á að hnjask leikmanna hafi haft áhrif á gengi liðsins. „Það hafa verið smávægileg meiðsl sem þróuðust í annað og meira. Ég vona samt að það verði allir klárir í leikinn gegn Króatíu," sagði Guðjón. Hann býst eðlilega við mjög erfiðum leik enda hafa Króatar haft eitt besta lið heims um árabil þó svo að þeir hafi ekki náð undanúrslitasæti að þessu sinni. „Þeir eru mjög misjafnir. Þegar þeir virkilega nenna þessu og hafa upp á eitthvað að spila eru þeir frábærir. Þeir hafa gagnrýnt sjálfa sig á þessu móti, sem er frekar óvenjulegt. Það segir mér að þeir ætli að gefa allt í leikinn gegn okkur. Þeir eru ekki bara með gott lið heldur er það líka skemmtilegt. Þeir eru með mjög flinka leikmenn. Það gerir líka leikinn skemmtilegan. Þetta er ekki Ástralía heldur eitt besta landslið heims." Eftir þrjá tapleiki í röð mátti heyra á strákunum í gær að þeir eru allir sem einn mjög ákveðnir í því að enda mótið á jákvæðan hátt með sigri. „Það er ekki spurning. Ég er rétt að byrja að spila sjálfur og eins og belja á vorin. Mér finnst þetta æðislegt og líður betur í skrokknum með hverjum leik, sem hefur komið á óvart. Ég er ánægður að vera hérna ennþá," sagði Guðjón, sem er nýbyrjaður að spila eftir tíu mánaða fjarveru.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira