Handbolti

Árni Þór til Bittenfeld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Árni Þór er hér fyrir miðju.
Árni Þór er hér fyrir miðju. Mynd/Heimasíða Bittenfeld

Árni Þór Sigtryggsson hefur skipt um lið í Þýskalandi og mun leika með TV Bittenfeld til loka leiktíðarinnar að minnsta kosti. Þar hittir hann fyrir annan Íslending - Arnór Þór Gunnarsson.

Árni Þór hefur spilað með DHC Rheinland í þýsku úrvalsdeildinni í haust og kom við sögu í alls nítján leikjum með liðinu á tímabilinu.

Honum er ætlað stórt hlutverk í liði Bittenfeld, bæði í vörn og sókn, eftir því sem fram kemur á heimasíðu þess.

Árni skrifaði undir samning sem gildir til lok leiktíðarinnar og verður þá ákveðið hvort að hann verði áfram hjá félaginu eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×