Ekki froða heldur eðlilegur gangur hagsveiflunnar Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 20:30 „Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
„Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira