Viðskipti innlent

Íslandsbanki og Arion 200 milljarða króna virði

Íslandsbanki.
Íslandsbanki.
Skilanefnd Glitnis metur 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka á 111 milljarða króna og skilanefnd Kaupþings metur 87 prósenta hlut sinn í Arion banka á 92 milljarða króna, sé miðað við fjárhagsyfirlit nefndanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samanlagt virði bankanna tveggja er því yfir tvö hundruð milljarðar króna, en skilanefndir bankanna eru iðulega varfærnar í verðmati á eignum sínum til að skapa ekki falskar væntingar hjá kröfuhöfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×