Birna: Landsbankaleiðin úr samræmi við samkomulag Hafsteinn Hauksson skrifar 2. júní 2011 18:34 Bankastjóri Íslandsbanka segir að hægt sé að líta svo á að Landsbankinn hafi tekið sig út úr samstarfi um samræmdar skuldaaðgerðir með Landsbankaleiðinni sem kynnt var í síðustu viku. Landsbankinn kynnti í síðustu viku ýmsar leiðir til að lækka skuldir viðskiptavina sinna, þar á meðal endurgreiðslu 20% vaxta og breytingu á 110% leiðinni svo hún miðist við fasteignamat en ekki verðmat. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að ríkið hafi þegar leitt saman lífeyrissjóði, Íbúðalánasjóð og banka um samræmdar aðgerðir fyrir nokkru síðan, þar á meðal 110% leiðina og vaxtabætur, og það hafi hugnast henni vel. „Mér finnst þetta samræmi mikilvægast í þessu," segir Birna. „Auðvitað vildu bankarnir hafa rammann utan um 110 prósent leiðina rýmri, en við enduðum með þessum hætti svo lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður gætu verið með í þessu samstarfi." Er Landsbankinn að storka þeirri lendingu með einhverjum hætti? „Að sjálfsögðu má líta svo á að ríkisbankinn sé að taka sig út úr þessu samstarfi, sem þarna var sett saman. Þeir hafa gefið upp að þetta kosti um 25 til 30 milljarða, og þá er auðvitað spurning hvort þeim fjármunum hefði verið betur varið til að greiða út arð til ríkisins, sem síðan gæti dreift þessum peningum út með sanngjarnari hætti í gegnum vaxtabótakerfið." Þá segir hún áhugavert að sjá hvort ríkisstjórnin sé tilbúin að leggja út í tugmilljarða kostnað, sem fylgi sambærilegum aðgerðum fyrir Íbúðalánasjóð og Landsbankinn lagði út í. Eiginfjárstaða Íslandsbanka er hins vegar sterkust allra bankanna, um 27 prósent, en niðurfærsla lána færist iðulega til lækkunar á eigin fé. En er hægt að nýta það svigrúm til að fara út í svipaðar aðgerðir og Landsbankinn? „Við höfum verið að nýta þessa sterku stöðu til að koma til móts við okkar viðskiptavini, og við höldum því áfram," segir Birna. „Við erum bara að skoða rammann í kringum 110 prósent leiðina. Við höfðum hugmyndir um að hafa hann rýmri í upphafi, og við erum komin aftur því sama teikniborði og erum að skoða málið." Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka segir að hægt sé að líta svo á að Landsbankinn hafi tekið sig út úr samstarfi um samræmdar skuldaaðgerðir með Landsbankaleiðinni sem kynnt var í síðustu viku. Landsbankinn kynnti í síðustu viku ýmsar leiðir til að lækka skuldir viðskiptavina sinna, þar á meðal endurgreiðslu 20% vaxta og breytingu á 110% leiðinni svo hún miðist við fasteignamat en ekki verðmat. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að ríkið hafi þegar leitt saman lífeyrissjóði, Íbúðalánasjóð og banka um samræmdar aðgerðir fyrir nokkru síðan, þar á meðal 110% leiðina og vaxtabætur, og það hafi hugnast henni vel. „Mér finnst þetta samræmi mikilvægast í þessu," segir Birna. „Auðvitað vildu bankarnir hafa rammann utan um 110 prósent leiðina rýmri, en við enduðum með þessum hætti svo lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður gætu verið með í þessu samstarfi." Er Landsbankinn að storka þeirri lendingu með einhverjum hætti? „Að sjálfsögðu má líta svo á að ríkisbankinn sé að taka sig út úr þessu samstarfi, sem þarna var sett saman. Þeir hafa gefið upp að þetta kosti um 25 til 30 milljarða, og þá er auðvitað spurning hvort þeim fjármunum hefði verið betur varið til að greiða út arð til ríkisins, sem síðan gæti dreift þessum peningum út með sanngjarnari hætti í gegnum vaxtabótakerfið." Þá segir hún áhugavert að sjá hvort ríkisstjórnin sé tilbúin að leggja út í tugmilljarða kostnað, sem fylgi sambærilegum aðgerðum fyrir Íbúðalánasjóð og Landsbankinn lagði út í. Eiginfjárstaða Íslandsbanka er hins vegar sterkust allra bankanna, um 27 prósent, en niðurfærsla lána færist iðulega til lækkunar á eigin fé. En er hægt að nýta það svigrúm til að fara út í svipaðar aðgerðir og Landsbankinn? „Við höfum verið að nýta þessa sterku stöðu til að koma til móts við okkar viðskiptavini, og við höldum því áfram," segir Birna. „Við erum bara að skoða rammann í kringum 110 prósent leiðina. Við höfðum hugmyndir um að hafa hann rýmri í upphafi, og við erum komin aftur því sama teikniborði og erum að skoða málið."
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira