Viðskipti innlent

Rekstrarhalli og skuldir Hólaskóla yfir 200 milljónum

Uppsafnaður rekstrarhalli og aðrar skuldir Hólaskóla námu meira en 200 milljónum króna í lok síðasta árs. Að mati Ríkisendurskoðunar er brýnt að leysa þennan vanda.

Þetta kemur fram á vefsíðu Ríkisendurskoðunnar. Þar segir að einnig þurfi yfirvöld menntamála að ákveða framtíð skólans en í því efni telur Ríkisendurskoðun þrennt koma til greina. Í fyrsta lagi að Hólaskóli starfi áfram sem sjálfstæður opinber háskóli, í öðru lagi að skólinn sameinist öðrum háskóla og í þriðja lagi að skólinn verði gerður að sjálfseignarstofnun á forræði þeirra atvinnugreina, sem nám skólans lýtur að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×