Viðskipti innlent

Stefnt að yfirtöku á N1 eftir helgina

við dæluna Engar mannabreytingar eru fyrirhugaðar eftir yfirtöku kröfuhafa á N1, að sögn forstjórans Hermanns Guðmundssonar.Fréttablaðið/Stefán
við dæluna Engar mannabreytingar eru fyrirhugaðar eftir yfirtöku kröfuhafa á N1, að sögn forstjórans Hermanns Guðmundssonar.Fréttablaðið/Stefán
viðskipti Stefnt er að því að kröfuhafar N1 taki félagið yfir eftir að fjárhagslegri endurskipulagningu lýkur í næstu viku. Kröfuhafar taka bæði yfir móðurfélagið BNT, olíuverslunina N1 og fasteignafélagið Umtak. Stefnan er sett á að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað eftir um ár. Samkvæmt drögum að samkomulagi sem lá fyrir um endurskipulagninguna í apríl breyta lánardrottnar skuldum N1, fasteignafélagsins Umtaks og móðurfélagsins BNT í hlutafé. Skuldir N1 námu 19,3 milljörðum króna í lok júní í fyrra að viðbættu 9,2 milljarða gjaldföllnu láni BNT sem N1 var í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Skuldir BNT og Umtaks eru í erlendum myntum og námu um sextíu milljörðum króna seint á síðasta ári. Við endurskipulagninguna verður eigið fé um fimmtíu prósent og fara skuldir niður í um 8,5 milljarða króna. Það svarar til fjórfalds rekstrarhagnaðar N1. Hermann segir skuldastöðuna hæfilega að endurskipulagningu lokinni. Hann bendir á að erfitt sé að henda reiður á verðmæti N1 nú um stundir. Skýrist það ekki síst af því að eignir Umtaks verða lagðar inn í N1 og verður greitt fyrir með hlutafé. Sömuleiðis verður hluta af skuldum BNT breytt í hlutafé. „Staðan mun væntanlega ekki skýrast fyrr en félagið verður skráð á markað. Þá munu menn sjá hvernig markaðurinn verðmetur fyrirtækið,“ segir Hermann. Horft verður til fyrirhugaðrar skráningar Haga og gengis félagsins á markaði.jonab@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×