Viðskipti innlent

Alcoa semur við verkalýðsfélög

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Undirritaður var í dag á Reyðarfirði kjarasamningur milli Alcoa Fjarðaáls annars vegar og AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hins vegar (RSÍ).

Í aðalatriðum byggir samningurinn á sömu launabreytingum og þeir samningar sem nýlega voru gerðir milli aðila vinnumarkaðarins, en felur þó í sér ákveðnar nýjungar og breytingar frá fyrri samningi eins og segir í tilkynningu.

Þetta er í annað sinn sem þessir aðilar gera með sér kjarasamning, en samningurinn nú gildir frá 1. maí 2011 til 31. janúar 2014. Meðal breytinga frá fyrri samningi er að hann inniheldur nú launatöflu, þar sem tekið er tillit til starfsaldurs og hæfni starfsfólks, og einnig kveða þeir á um stofnun Stóriðjuskóla Fjarðaáls.

Samningurinn styrkir félagslega stöðu starfsmanna, en auk þess að innihalda forgangsréttarákæði er fjölgun á trúnaðarmönnum og réttur þeirra til náms styrktur. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu og ber að skila niðurstöðu úr henni 23. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×