Viðskipti innlent

Sprenging í fjölda gjaldþrota

Alls hafa 1.312 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta hér á landi það sem af er ári, sem er um 69 prósenta aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.

Alls urðu 600 fyrirtæki gjaldþrota fyrstu tíu mánuði ársins 2008. Á sama tímabili urðu 749 fyrirtæki gjaldþrota árið 2009 og 776 árið 2010.

Flest gjaldþrotin urðu hjá fyrirtækjum í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, 284 talsins. Alls urðu gjaldþrota 227 fyrirtæki sem voru með heild- og smásöluverslun eða sáu um viðgerðir á ökutækjum. Þá fóru 168 fyrirtæki sem stunduðu fasteignaviðskipti í þrot, og 141 fyrirtæki í fjármála- og tryggingastarfsemi.

Alls hafa 1.365 einkahlutafélög verið stofnuð það sem af er ári, og hafa þau ekki verið færri síðustu ár. Fjöldinn er svipaður og á sama tíma í fyrra, en 2.151 fyrirtæki var stofnað fyrstu tíu mánuði ársins 2009, og svipaður fjöldi árið áðurFlest nýju félögin stunduðu heild- eða smásöluverslun eða viðgerðir á ökutækjum. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×