Viðskipti innlent

Meiri undirtektir en búist var við

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skuldabréfaútboðið gekk vel.
Skuldabréfaútboðið gekk vel.
Undirtektir í skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar í fyrradag voru mun meiri en í útboðinu á undan, segir Greining Íslandsbanka. Borgin getur vel unað við niðurstöðuna að mati Greiningar. Í boði var helsti skuldabréfaflokkur borgarinnar, RVK 09 1, og bárust alls tilboð að nafnvirði 2,9 ma.kr. í flokkinn á kröfubilinu 3,89% - 4,07%. Tilboðum að nafnvirði 1,4 ma.kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 3,9%.

Flokkurinn er 13,2 milljarðar króna að stærð eftir útboðið, en stærð hans var 9,3 milljarðar í byrjun ársins. Það sem af er ári hefur Reykjavíkurborg því selt RVK09-bréf fyrir 3,9 milljarða króna en áætlað er að gefa út bréf fyrir 6,3 milljarða á árinu í heild. Enn vantar því 2,4 milljarða króna upp á útgáfu ársins og áformar borgin að halda útboð á flokknum í mánuði hverjum það sem eftir lifir árs. Miðað við undirtektirnar í fyrradag ætti ofangreint markmið að nást nokkuð auðveldlega, enda er ávöxtunarkrafa RVK-bréfanna enn töluvert yfir 3,5% viðmiði lífeyrissjóðanna og fátt um aðra vænlega fjárfestingarkosti af svipuðu tagi á innlendum markaði þessa dagana.

Greining segir að af útboðsniðurstöðunni á miðvikudag megi ráða að fjárfestar telji skuldabréf borgarinnar nokkuð ákjósanlegan kost og að óvissa tengd rekstri borgarinnar, og sér í lagi mögulegum búsifjum hennar vegna OR, hafi minnkað frá vordögum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×