Flugmálastjórn raskaði samkeppni í flugi til og frá landinu 8. febrúar 2011 10:13 Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að afgreiðsla Flugmálastjórnar Íslands á flugréttindum hér á landi raski samkeppni í áætlunarflugi til og frá landinu. Fjallað er um málið á vefsíðu eftirlitsins. Þar segir að skilyrði nýlegrar ákvörðunar Flugmálastjórnar um leyfi til Astraeus, sem er flugrekstraraðili Iceland Express, hefðu að óbreyttu komið í veg fyrir að félagið gæti boðið upp á áætlunarflug milli Keflavíkur og Winnipeg í Kanada næsta sumar. Hefur Samkeppniseftirlitið því beint bindandi fyrirmælum til Flugmálastjórnar um að breyta verklagi sínu við veitingu flugréttinda með það að markmiði að auka samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Tildrög málsins eru þau að Iceland Express hyggst bjóða í sumar upp á áætlunarflug milli London og Winnipeg í Kanada með viðkomu í Keflavík. Þar sem Astraeus er breskur flugrekandi hefur það félag leyfi til að fljúga til Kanada á grundvelli loftferðasamnings milli Kanada og ríkja Evrópusambandsins. Sambærilegur loftferðasamningur hefur hins vegar ekki verið gerður milli Kanada og Íslands sem veldur því að Astraeus þarf leyfi flugmálayfirvalda hér á landi til að fljúga þann hluta flugsins sem er á milli Keflavíkur og Winnipeg. Í nóvember sl. sótti Astraeus um leyfi til að fljúga umrætt áætlunarflug. Ákvörðun Flugmálastjórnar um leyfi var hins vegar bundin því skilyrði að Iceland Express og Astraeus myndu afla sambærilegra flugréttinda fyrir íslenska flugrekendur í Kanada hjá þarlendum flugmálayfirvöldum. Hefur Flugmálastjórn haldið því fram að þetta sé í samræmi við vinnureglur stofnunarinnar og hagsmuni íslenskra flugrekenda. Iceland Express/Astraeus hafa hins vegar bent á það sé ekki hlutverk eða mögulegt fyrir einkafyrirtæki að gera loftferðasamninga við erlend stjórnvöld og það sé ólögmætt að Flugmálastjórn krefist þess að fyrirtækin standi í slíkri hagsmunagæslu fyrir keppinauta sína. Telja Iceland Express/Astraeus að þetta skilyrði jafngildi neitun á því að fá að stunda umrætt flug. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að skilyrðin styðjist ekki við heimild í lögum og hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Á það sérstaklega við í þessu máli þar sem ákvörðun Flugmálastjórnar hindrar Iceland Express sem er helsti keppinautur Icelandair í áætlunarflugi til og frá Íslandi að efla starfsemi sína og fjölga áfangastöðum. Er því nauðsynlegt að Flugmálastjórn breyti verklagi sínu með það að markmiði að efla virka samkeppni til að nýir eða minni keppinautar geti með sem minnstum takmörkunum hafið flug til og frá Íslandi og aukið samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur. Flugmálastjórn batt leyfi Iceland Express til flugs á sömu leið síðasta sumar sambærilegum skilyrðum, en samgönguráðuneytið greip þá inn í og heimilaði flugið án skilyrða. Við vinnslu umsóknar Iceland Express þá sendi Flugmálastjórn hana til umsagnar hjá íslenskum flugmálayfirvöldum, þar á meðal Icelandair. Þannig upplýsti Flugmálastjórn helsta keppinaut Iceland Express um samkeppnisáform félagsins. Flugmálastjórn hugðist hafa sama háttinn á við meðferð umsóknarinnar nú, en féll frá því í kjölfar athugasemda Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að afgreiðsla Flugmálastjórnar Íslands á flugréttindum hér á landi raski samkeppni í áætlunarflugi til og frá landinu. Fjallað er um málið á vefsíðu eftirlitsins. Þar segir að skilyrði nýlegrar ákvörðunar Flugmálastjórnar um leyfi til Astraeus, sem er flugrekstraraðili Iceland Express, hefðu að óbreyttu komið í veg fyrir að félagið gæti boðið upp á áætlunarflug milli Keflavíkur og Winnipeg í Kanada næsta sumar. Hefur Samkeppniseftirlitið því beint bindandi fyrirmælum til Flugmálastjórnar um að breyta verklagi sínu við veitingu flugréttinda með það að markmiði að auka samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Tildrög málsins eru þau að Iceland Express hyggst bjóða í sumar upp á áætlunarflug milli London og Winnipeg í Kanada með viðkomu í Keflavík. Þar sem Astraeus er breskur flugrekandi hefur það félag leyfi til að fljúga til Kanada á grundvelli loftferðasamnings milli Kanada og ríkja Evrópusambandsins. Sambærilegur loftferðasamningur hefur hins vegar ekki verið gerður milli Kanada og Íslands sem veldur því að Astraeus þarf leyfi flugmálayfirvalda hér á landi til að fljúga þann hluta flugsins sem er á milli Keflavíkur og Winnipeg. Í nóvember sl. sótti Astraeus um leyfi til að fljúga umrætt áætlunarflug. Ákvörðun Flugmálastjórnar um leyfi var hins vegar bundin því skilyrði að Iceland Express og Astraeus myndu afla sambærilegra flugréttinda fyrir íslenska flugrekendur í Kanada hjá þarlendum flugmálayfirvöldum. Hefur Flugmálastjórn haldið því fram að þetta sé í samræmi við vinnureglur stofnunarinnar og hagsmuni íslenskra flugrekenda. Iceland Express/Astraeus hafa hins vegar bent á það sé ekki hlutverk eða mögulegt fyrir einkafyrirtæki að gera loftferðasamninga við erlend stjórnvöld og það sé ólögmætt að Flugmálastjórn krefist þess að fyrirtækin standi í slíkri hagsmunagæslu fyrir keppinauta sína. Telja Iceland Express/Astraeus að þetta skilyrði jafngildi neitun á því að fá að stunda umrætt flug. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að skilyrðin styðjist ekki við heimild í lögum og hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Á það sérstaklega við í þessu máli þar sem ákvörðun Flugmálastjórnar hindrar Iceland Express sem er helsti keppinautur Icelandair í áætlunarflugi til og frá Íslandi að efla starfsemi sína og fjölga áfangastöðum. Er því nauðsynlegt að Flugmálastjórn breyti verklagi sínu með það að markmiði að efla virka samkeppni til að nýir eða minni keppinautar geti með sem minnstum takmörkunum hafið flug til og frá Íslandi og aukið samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur. Flugmálastjórn batt leyfi Iceland Express til flugs á sömu leið síðasta sumar sambærilegum skilyrðum, en samgönguráðuneytið greip þá inn í og heimilaði flugið án skilyrða. Við vinnslu umsóknar Iceland Express þá sendi Flugmálastjórn hana til umsagnar hjá íslenskum flugmálayfirvöldum, þar á meðal Icelandair. Þannig upplýsti Flugmálastjórn helsta keppinaut Iceland Express um samkeppnisáform félagsins. Flugmálastjórn hugðist hafa sama háttinn á við meðferð umsóknarinnar nú, en féll frá því í kjölfar athugasemda Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira