Viðskipti innlent

Airbus með ráðstefnu á Íslandi

Alþjóðlegi flugvélaframleiðandinn Airbus býður flugfélögum í Norður-Evrópu til ráðstefnu Á Íslandi í vikunni. Ráðstefnan er liður í áherslu Airbus á þjónustu við viðskiptavini.

Í tilkynningu segir að þar geta félögin komið saman og skipst á skoðunum um markaðsþróun, málefni flugiðnaðarins og ögranir sem við er að glíma á þessu svæði. Ráðstefnan nefnist CARE sem er stytting fyrir „Customer Airbus Regional Exchange“. CARE ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica í Reykjavík og er opin stjórnendum og starfsfólki flugfélaga.

CARE ráðstefnan er sérsniðin fyrir flugfélögin og þar gefst fulltrúum þeirra tækifæri til að koma saman og rökræða sérstök málefni flugrekstrar bæði sín á milli og við sérfræðinga Airbus. Á ráðstefnunni verður einnig boðið upp á kynningu á alþjóðlegri markaðsspá fyrir svæðið og rætt um tækifæri og ögranir sem blasa við í flugfrakt. Einnig verður farið yfir dæmi um rekstur lággjaldaflugs á löngum leiðum.

„Þjónusta við viðskiptavini og góð tengsl við flugiðnaðinn skiptir sköpum hvað varðar þróun og nýsköpun. Ráðstefna á borð við CARE, þar sem lykilstarfsmenn flugfélaga hittast og skiptast á hugmyndum um málefni flugiðnaðarins er mikilvægur liður í að skilja þarfir viðskiptavina. Með henni gefst Airbus kostur á að halda áfram að bjóða upp á bestu lausnirnar. Með henni verður einnig til vettvangur þar sem hægt er að kveikja nýjar hugmyndir innan iðnaðarins og þróa þær áfram,“  segir Kimon Sotiropoulos, aðstoðarforstjóri söludeildar Airbus.

Ísland varð fyrir valinu því landið er vel staðsett með góð tengsl við allar norrænu höfuðborgirnar. Þá nýtur landið vaxandi vinsælda sem ferðamannastaður. Til viðbótar þessu vill Airbus styrkja tengsl sín við svæðið og kynna þann virðisauka sem fylgir flugvélum okkar og starfsfólki.

Lykilstarfsmenn frá 10 flugfélögum og sjö löndum í Norður-Evrópu munu taka þátt í CARE ráðstefnunni.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×