Viðskipti innlent

ESB setur 20% innflutningstoll á íslenskan makríl

Evrópusambandið (ESB) er búið að setja 20% innflutningstolli á allar makríl afurðir íslands til landa innan sambandsins.

Indriði Ívarsson sölustjóri Örgurvíkur segir að þetta sé ekkert annað en refsitollur enda borgi norðmenn ekki krónu fyrir sinn makríl inn á Evrópusambandsmarkaðinn. Það sem Evrópusambandið nýtir sér hér er að í upptalingu á tollfrjálsum fiskafurðum í EES samkomulaginu er ekkert sagt til um makríl enda var hann ekki til í íslenskri lögsögu þegar samið var um tolfrelsið á sínum tíma.

Þá er búist við að Evrópusambandið samþykki algert innflutningsbann á makríl frá Íslandi og Færeyjum á næstu mánuðum vegna makrílveiða þessara þjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×