Viðskipti innlent

OR þarf að afskrifa 785 milljónir vegna Bitru

Orkuveita Reykjavíkur (OR) þarf að afskrifa um 785 milljónir kr. verði ekkert af virkjunarframkvæmdum í Bitru á Hengilssvæðinu.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að Hitaveita Reykjavíkur og síðar Orkuveita Reykjavíkur hafa unnið að þróun jarðhitanýtingar í Bitru á Hengilssvæðinu frá því um 1990. Þrjár rannsóknarholur hafa verið boraðar. Margvíslegar aðrar umhverfisrannsóknir hafa verið gerðar og opinbert mat á umhverfisáhrifum virkjunar hefur legið fyrir frá árinu 2008.

Í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem styðjast við Rammaáætlun um vernd og nýtingu vatnsafls og jarðhita, er jarðgufunýting í Bitru sett í verndarflokk.

Bókfært virði eigna og rannsókna OR á svæðinu nemur 785 m.kr. Verði tillagan samþykkt óbreytt hvað þetta atriði varðar kemur þessi fjárhæð til afskrifta að mestu leiti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×