Handbolti

Alexander sprengdi hraðamælinn í fyrsta skoti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Valli
Alexander Petersson tók þátt í Stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar um helgina og reyndi sig þar á meðal í skotkeppni þar sem menn ætluðu sér að finna það út hver væri skotfastasti leikmaður deildarinnar. Alexander gerði aftur á móti út af við mælinn í fyrsta skoti og fyrir vikið varð lítið úr keppninni.

Alexander sprengdi hraðamælinn í fyrstu tilraun en eftir þetta fyrsta skot hans neitaði tækið hreinlega að mæla skot yfir hundrað kílómetra hraða á klukkustund.

Einar Hólmgeirsson tók líka þátt í skotkeppninni en hann þykir með skotföstustu mönnum. Það varð þó ekkert að því að neglurnar hans mældust því mælirinn náði sér aldrei á strik eftir fyrrnefnt skot frá Íþróttamanni ársins.

Einar verður í sviðsljósinu í kvöld þegar þýska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir HM í handbolta en Einar og félagar í Ahlen-Hamm mæta þá Aroni Pálmarssyni og lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel. Einar hefur verið veikur en er orðinn góður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×