Viðskipti innlent

Um 60 milljarða halli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tekjur ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins voru um 64 milljörðum lægri en greidd gjöld á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í greinargerð um greiðslujöfnuð ríkissjóðs. Greidd gjöld voru rúmir 307 milljarðar króna, en innheimtar tekjur voru um 242 milljarðar króna.

Tekjur drógust saman um 18,5 milljarða. en á sama tíma drógust gjöldin saman um 10,7 milljarða króna milli ára. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að þetta sé betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 71,8 milljarða króna.

Minni tekjur frá því í fyrra skýrist af því að í fyrra fengust tekjur af sölu eigna þegar bókfærður var söluhagnaður vegna svonefnds

Avenssamkomulags í júní í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×