ÍR og Haukar hleyptu miklu lífi í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með því að knýja fram oddaleiki í sínum viðureignum í fjórðungsúrslitunum.
ÍR vann sannfærandi sigur á Keflavík í Seljaskóla en á sama tíma skelltu Haukar Íslands- og deildarmeisturum Snæfells á Ásvöllum.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók þessar myndir.
