Guðrún og Þóra heilla erlenda fjárfesta 18. nóvember 2011 12:30 Þóra Eggertsdóttir og Guðrún Heimisdóttir kynntu fyrirtæki sitt, Puzzled by Iceland, fyrir erlendum fjárfestum á Alþjóðlegu athafnavikunni í Hollandi. Þeim gekk vel og eiga í viðræðum við tvo fjárfesta. Fyrirtækið Puzzled by Iceland var eitt af sjö evrópskum sprotafyrirtækum sem tóku þátt í viðburðinum Meet the Dragons sem fram fór í Rotterdam á miðvikudag. Puzzled by Iceland er hugarfóstur Guðrúnar Heimisdóttur og Þóru Eggertsdóttur sem stofnuðu fyrirtækið árið 2010 þegar þær voru báðar í fæðingarorlofi. Fyrirtækið framleiðir púsluspil sem hugsuð eru sem minjagripir fyrir ferðamenn. Þær voru fulltrúar Íslands í viðburðinum Meet the Dragons en hann er byggður á sjónvarpsþáttunum Dragons Den sem sýndir eru í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Sjö evrópsk sprotafyrirtæki hlutu þrjár mínútur hvert til að kynna hugmynd sína fyrir erlendum fjárfestum og áttu möguleika á að keyptur yrði hlutur í fyrirtækinu. Viðburðurinn var haldinn í tengslum við Alþjóðlegu athafnavikuna sem fram fór í Hollandi. „Kynningin fór öll fram á ensku því fjárfestarnir voru frá fimm löndum. Við undirbjuggum okkur eins vel og við mögulega gátum, sóttum Dale Carnegie-námskeið og lágum yfir Dragons Den-þáttunum," útskýrir Guðrún þegar Föstudagur náði tali af henni skömmu eftir kynninguna. Hún bætir við að ólíkt bresku sjónvarpsþáttunum átti kynningin sér stað innan um stóran hóp áhorfenda. Guðrún og Þóra voru þær þriðju á svið og að sögn Guðrúnar gekk kynningin vonum framar. „Markmiðið var að reyna að fá nafnspjald hjá öllum fimm fjárfestunum. Við fengum nafnspjöld hjá tveimur og þeir hafa lýst yfir áhuga á að ræða frekar við okkur um mögulegt samstarf. Þóra sá um kynninguna og rúllaði þessu upp. Einn fjárfestirinn sagði að upphæðin sem við báðum um væri ekki sérstaklega há og við svöruðum því að við mundum hvort sem er fá þetta greitt út í íslenskum krónum og þá hló allur salurinn," sagði Guðrún.Puzzled by Iceland framleiðir púsluspil sem hugsuð eru sem minjagripir fyrir ferðamenn.Þær fóru fram á 300.000 evrur til að standa undir kostnaði við markaðssetningu á Puzzled by-vörunum í Danmörku og Noregi. „Okkur er létt núna, þetta er svolítið eins og að ganga í gegnum fæðingu. Var erfitt meðan á því stóð en núna erum við komnar með barnið í hendurnar og erum ofsalega hamingjusamar." sara@frettabladid.is Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Fyrirtækið Puzzled by Iceland var eitt af sjö evrópskum sprotafyrirtækum sem tóku þátt í viðburðinum Meet the Dragons sem fram fór í Rotterdam á miðvikudag. Puzzled by Iceland er hugarfóstur Guðrúnar Heimisdóttur og Þóru Eggertsdóttur sem stofnuðu fyrirtækið árið 2010 þegar þær voru báðar í fæðingarorlofi. Fyrirtækið framleiðir púsluspil sem hugsuð eru sem minjagripir fyrir ferðamenn. Þær voru fulltrúar Íslands í viðburðinum Meet the Dragons en hann er byggður á sjónvarpsþáttunum Dragons Den sem sýndir eru í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Sjö evrópsk sprotafyrirtæki hlutu þrjár mínútur hvert til að kynna hugmynd sína fyrir erlendum fjárfestum og áttu möguleika á að keyptur yrði hlutur í fyrirtækinu. Viðburðurinn var haldinn í tengslum við Alþjóðlegu athafnavikuna sem fram fór í Hollandi. „Kynningin fór öll fram á ensku því fjárfestarnir voru frá fimm löndum. Við undirbjuggum okkur eins vel og við mögulega gátum, sóttum Dale Carnegie-námskeið og lágum yfir Dragons Den-þáttunum," útskýrir Guðrún þegar Föstudagur náði tali af henni skömmu eftir kynninguna. Hún bætir við að ólíkt bresku sjónvarpsþáttunum átti kynningin sér stað innan um stóran hóp áhorfenda. Guðrún og Þóra voru þær þriðju á svið og að sögn Guðrúnar gekk kynningin vonum framar. „Markmiðið var að reyna að fá nafnspjald hjá öllum fimm fjárfestunum. Við fengum nafnspjöld hjá tveimur og þeir hafa lýst yfir áhuga á að ræða frekar við okkur um mögulegt samstarf. Þóra sá um kynninguna og rúllaði þessu upp. Einn fjárfestirinn sagði að upphæðin sem við báðum um væri ekki sérstaklega há og við svöruðum því að við mundum hvort sem er fá þetta greitt út í íslenskum krónum og þá hló allur salurinn," sagði Guðrún.Puzzled by Iceland framleiðir púsluspil sem hugsuð eru sem minjagripir fyrir ferðamenn.Þær fóru fram á 300.000 evrur til að standa undir kostnaði við markaðssetningu á Puzzled by-vörunum í Danmörku og Noregi. „Okkur er létt núna, þetta er svolítið eins og að ganga í gegnum fæðingu. Var erfitt meðan á því stóð en núna erum við komnar með barnið í hendurnar og erum ofsalega hamingjusamar." sara@frettabladid.is
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf