Vinnutölvan kölluð upp í símann 28. september 2011 04:00 Guðmundur Arnar Þórðarson Nýherji farsímar tölvur iPad Það getur komið sér vel að geta tengst vinnutölvunni heima í stofu. Til þessa hefur fartölva og VPN-tenging verið sú leið sem liggur beinast við þegar sú aðstðaða kemur upp. Eins og margir kannast eflaust við getur slíkt pirrað betri helminginn. Með tiltölulega nýlegri sýndarlausn frá bandaríska tæknifyrirtækinu VMWare er hægt að ganga enn lengra og tengjast vinnuumhverfinu með bæði farsíma og spjaldtölvu óháð því hvar í heiminum viðkomandi er staddur. Þetta getur að sjálfsögðu komið sér vel fyrir margar starfsstéttir, svo sem lækna og kennara sem þurfa að fara á milli stofa en þurfa að nálgast upplýsingar úr vinnutölvum sínum. Engu skiptir hvaða stýrikerfi er keyrt á farsímanum eða spjaldtölvunni, vinnuumhverfið, sem vistað er miðlægt á netþjóni, er hægt að kalla fram með mjög einföldum hætti svo lengi sem nettenging er til staðar.Guðmundur Arnar Þórðarson Nýherji farsímar tölvur iPad Reyndar má komast hjá nettengingunni þegar sinna þarf vinnu í flugi. Þegar svo stendur á er mögulegt að afrita vinnuumhverfið yfir á ferðatölvu, vinna á hana á meðan flugi stendur og senda breytingarnar sjálfvirkt aftur til miðlægs netþjóns eftir lendingu þegar til áfangastaðar er komið. Nokkrir þættir þurfa að vera fyrir hendi til að tengjast tölvum með þessum hætti. Í fyrsta lagi þarf fyrirtækið sem viðkomandi starfar hjá að hafa komið sér upp miðlægu vinnuumhverfi. Í öðru lagi þarf að nálgast forrit í netverslun fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og þau stýrikerfi sem þau keyra á (e. app) og setja það upp. Guðmundur Arnar Þórðarson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja, segir sýndarlausn sem þessa geta aukið verulega hagræði fyrir alla, hvort heldur er fyrir starfsmenn fyrirtækja og fyrirtækin sjálf. Starfsmenn fyrirtækja séu frjálsari en áður enda þurfi þeir ekki að hanga fyrir framan tölvur sínar. Í ofanálag geta þeir ráðið því sjálfir hvernig tæki þeir nota til að kalla vinnuumhverfi sitt fram. Í þriðja lagi er öryggið meira en áður; vinnugögn eru vistuð á miðlægu neti og því glatast þau ekki týnist tölvan eða tækið sem unnið er á hverju sinni. Gögnin eru dulkóðuð og því getur þriðji aðili ekki komist í þau. Hvað fyrirtækin varðar þá geta þau sparað sér háar fjárhæðir með miðlægri vistun útstöðva og gagna og því komist hjá því að kaupa og reka hefðbundnar útstöðvar. Til þess er VMware-sýndarvæðing vel fallin en hún býður uppá að keyra mörg stýrikerfi samtímis á einum eða fleiri netþjónum. Þegar hefðbundnum útstöðvum er skipt út fyrir léttari tæki, spari fyrirtækið rafmagn. „Fyrirtækið geta sparað allt að ellefu þúsund krónur á ári fyrir hvern notanda í rafmagni” segir Guðmundur. Sýndarvæðing útstöðva – eins og þessi möguleiki er kallaður á fagmáli – er nú þegar í prófunum hjá nokkrum fyrirtækjum hér á landi. Guðmundur segir þetta risastórt skref, kannki eitt það stærsta sem stigið hafi verið frá því einmenningstölvan kom á markað. Fréttir Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Það getur komið sér vel að geta tengst vinnutölvunni heima í stofu. Til þessa hefur fartölva og VPN-tenging verið sú leið sem liggur beinast við þegar sú aðstðaða kemur upp. Eins og margir kannast eflaust við getur slíkt pirrað betri helminginn. Með tiltölulega nýlegri sýndarlausn frá bandaríska tæknifyrirtækinu VMWare er hægt að ganga enn lengra og tengjast vinnuumhverfinu með bæði farsíma og spjaldtölvu óháð því hvar í heiminum viðkomandi er staddur. Þetta getur að sjálfsögðu komið sér vel fyrir margar starfsstéttir, svo sem lækna og kennara sem þurfa að fara á milli stofa en þurfa að nálgast upplýsingar úr vinnutölvum sínum. Engu skiptir hvaða stýrikerfi er keyrt á farsímanum eða spjaldtölvunni, vinnuumhverfið, sem vistað er miðlægt á netþjóni, er hægt að kalla fram með mjög einföldum hætti svo lengi sem nettenging er til staðar.Guðmundur Arnar Þórðarson Nýherji farsímar tölvur iPad Reyndar má komast hjá nettengingunni þegar sinna þarf vinnu í flugi. Þegar svo stendur á er mögulegt að afrita vinnuumhverfið yfir á ferðatölvu, vinna á hana á meðan flugi stendur og senda breytingarnar sjálfvirkt aftur til miðlægs netþjóns eftir lendingu þegar til áfangastaðar er komið. Nokkrir þættir þurfa að vera fyrir hendi til að tengjast tölvum með þessum hætti. Í fyrsta lagi þarf fyrirtækið sem viðkomandi starfar hjá að hafa komið sér upp miðlægu vinnuumhverfi. Í öðru lagi þarf að nálgast forrit í netverslun fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og þau stýrikerfi sem þau keyra á (e. app) og setja það upp. Guðmundur Arnar Þórðarson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja, segir sýndarlausn sem þessa geta aukið verulega hagræði fyrir alla, hvort heldur er fyrir starfsmenn fyrirtækja og fyrirtækin sjálf. Starfsmenn fyrirtækja séu frjálsari en áður enda þurfi þeir ekki að hanga fyrir framan tölvur sínar. Í ofanálag geta þeir ráðið því sjálfir hvernig tæki þeir nota til að kalla vinnuumhverfi sitt fram. Í þriðja lagi er öryggið meira en áður; vinnugögn eru vistuð á miðlægu neti og því glatast þau ekki týnist tölvan eða tækið sem unnið er á hverju sinni. Gögnin eru dulkóðuð og því getur þriðji aðili ekki komist í þau. Hvað fyrirtækin varðar þá geta þau sparað sér háar fjárhæðir með miðlægri vistun útstöðva og gagna og því komist hjá því að kaupa og reka hefðbundnar útstöðvar. Til þess er VMware-sýndarvæðing vel fallin en hún býður uppá að keyra mörg stýrikerfi samtímis á einum eða fleiri netþjónum. Þegar hefðbundnum útstöðvum er skipt út fyrir léttari tæki, spari fyrirtækið rafmagn. „Fyrirtækið geta sparað allt að ellefu þúsund krónur á ári fyrir hvern notanda í rafmagni” segir Guðmundur. Sýndarvæðing útstöðva – eins og þessi möguleiki er kallaður á fagmáli – er nú þegar í prófunum hjá nokkrum fyrirtækjum hér á landi. Guðmundur segir þetta risastórt skref, kannki eitt það stærsta sem stigið hafi verið frá því einmenningstölvan kom á markað.
Fréttir Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira