Viðskipti innlent

Rafrænir reikningar sendir út mánaðarlega

RARIK, Orkusalan og Skýrr semja um skeytamiðlun. Gestur G. Gestsson hjá Skýrr (til vinstri fyrir miðju) og Tryggvi Þór Haraldsson hjá RARIK, ásamt samstarfsmönnum.
RARIK, Orkusalan og Skýrr semja um skeytamiðlun. Gestur G. Gestsson hjá Skýrr (til vinstri fyrir miðju) og Tryggvi Þór Haraldsson hjá RARIK, ásamt samstarfsmönnum.
Orkusalan og RARIK hafa undirritað samstarfssamning við Skýrr um innleiðingu á svonefnda skeytamiðlun fyrir rafræna reikninga. Einnig hafa þessir aðilar samið við Skýrr um sérhæfða hýsingu á reikningamiðlun á vef. RARIK sendir núna út 70 þúsund reikninga mánaðarlega gegnum þjónustuna.

Skeytamiðlun Skýrr er burðarlagsþjónusta fyrir rafræn viðskipti í atvinnulífinu. Þjónustan er miðlæg og snýst um rafræna dreifingu pantana, reikninga og annarra skjala milli aðila sem tengjast viðskiptum, að því er fram kemur í tilkynningu.

„RARIK og Orkusalan eru framsæknir og nútímalegir vinnustaðir, sem leitast við að vera leiðandi í nýtingu upplýsingatækni til að ná fram auknum gæðum og hagræði í rekstri. Við erum ákaflega ánægð með þennan viðskiptavin og þykir gaman að taka þátt í því að styrkja og þróa þeirra þjónustuframboð," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

Þá segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, markmiðið með samningnum sé að flýta fyrir skráningu gagna, fækka skráningarvillum og hraða afgreiðslu reikninga. „Einnig er þetta liður í þeirri stöðugu viðleitni okkar að bæta þjónustu við viðskiptavini."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×