Viðskipti innlent

Alcan skarar fram úr á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rannveig Rist er forstjóri Alcan á Íslandi. Mynd/ Vilhelm.
Rannveig Rist er forstjóri Alcan á Íslandi. Mynd/ Vilhelm.
Alcan á Íslandi var valið mest framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi, af Creditinfo. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, veitti fimm mest framúrskarandi fyrirtækjum landsins verðlaun í dag.

Auk Alcan voru það Össur, CCP, Stálskip ehf og HB Grandi. Af rúmlega 32 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 177 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×