Viðskipti innlent

Skeljungur reið á vaðið með bensínhækkanir

Olíufélagið Skeljungur reið á vaðið í gær og hækkaði verð á bensíni og dísilolíu verulega.

Hækkun hafði legið í loftinu um nokkurn tíma en svo virðist sem ekkert félaganna hafi viljað vera fyrst til, eða þartil í gær.Bensínið hækkaði um fimm krónur og kostar lítrinn nú tæpar 214 krónur. Dísillítrinn hækkaði um níu krónur og fór upp í tæpar 217 krónur. Hin félögn fylgdu í kjölfarið með álíka hækkanir, ýmist í gærkvöldi eða í morgun.

Á annað hundrað krónur af hverjum lítra rennur í ríkissjóð, eða liðlega 110 krónur og eru nýjar gjaldhækkanir ríkissjóðs nú að fullul komnar inn í verðið.

Olíuverð á heimsmarkaði hefur hækkað að undanförnu, meðal annars vegna ólgunnar í Egyptalandi, þar sem óttast var að truflanir yrðu á olíuflutningum um Súez skurðinn, en er nú heldur á niðurleið aftur. Hækkunin núna er nokkuð í takt við það sem við sögðum í fréttum í gær, að búast mætti við, miðað við forsendur olíugfélaganna við verðlagningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×